Nokkrir dagar liðu. Ég komst að því að Magnus vildi skipta um vinnu. Hann hafði verið í íþróttum en vildi nú skipta og fara í herinn. Að sjálfsögðu leyfði ég honum það þótt ég væri hrædd um hann.
Í sambandi við vinnuna mína fékk ég stöðuhækkun og var nú orðin þjálfari. Mjög góður þjálfari þótt ég segi sjálf frá.
Fleiri dagar liðu. Við Magnus vorum ástfanginn og höfðum oft ánæguleg og yndisleg kvöld.
Einn daginn. Eftir eitt af þessum yndislegu kvöldum okkar komst ég að því að ég væri ólétt. Við Magnus gerðum því ráðstafanir og stækkðum húsið. Við settum aðra hæð með æfingarherbergi og barnaherbergi. Við vorum spennt og glöð.
Á meðgöngunni ældi ég nokkrum sinnum og var oft svöng og þreytt. En það skipti mig engu máli. Það sem skipti mig máli var að ég var að fara að fá barn. Son eða dóttur. Eða bæði.
Eina nóttina vaknaði ég. Ég fann svo til. Þetta voru hríðir.
Eftir nokkur hríðaköst fæddi ég son. Hann var sá fallegasti sem ég hafði séð. Minn eigin son. Við Magnus létum hann heita Arche.
En það var erfitt að hugsa um Arche. Hann grenjaði stöðugt greyið hvað sem ég gerði. Og honum leið alltaf illa. Á endanum kom barnavernd og tók hann frá okkur. Við vorum hræðilega sár og leið og sorgmædd.
Eftir nokkra daga varð ég aftur ólétt. Eftir meðgönguna fæddi ég dóttur. Við nefndum hana Tany Kiara. Við lofuðum henni og okkur sjálfum að sjá vel um hana. Vinnu tímar okkar Magnusar voru á sitthvorum tíma og ekki alltaf á sömu dögum þannig að við gátum hugsað um hana, án þess að annahvort okkar missti vinnuna.
Tany átti bráðum afmæli og við héldum stóra afmælis veislu.
Tany var nú orðin það gömul að við gátum kennt henni að ganga, tala og fara á koppinn. Allt gekk í ljúfa löð, þar til einn daginn.
Magnus hafði fengið hlaupabraut frá vinnuni til þess að geta æft sig. Hann þrælaði sér alveg út framm á nótt og sofnaði úti. Þegar hann vaknaði um miðja nótt komu flugur og réðust á hann. Hann dó og ég sá dauðann koma. Ég hljóp út og rátbað hann um að taka Magnus ekki frá mér en hann gerði það samt. Ég var orðin einstæð móðir.
Mér leið illa og átti erfitt með að standa og gera eitthvað að viti. Ég talaði við sjálfa mig og gat ekkert gert. Þá kom sálfræðingur og lét mér liða betur. Hann sagði mér að að ég þyrfti að hugsa um Tany. Ég ákvað því að halda lífinu í mér fyrir hana. Við áttum góðar stundir saman. Hún átti bráðum afmæli og ég hélt afmælisveilsu fyrir hana. Ég grillaði hamborgara og bauð öllum vinum mínum.
Eftir afmælið breyttum við herberginu hennar Tany. Ég gaf henni mörg föt í afmælisgjöf og sagði svo góða nótt við hana. Sjálf fór ég niður og fór að hátta. Ég sofnaði við draum um Magnus, mig og Tany.

Fyrsti dagurinn eftir afmæli Tanyar var sunnudagur. Ég átti að mæta í vinnu en ég hafði gleymt því. Ég ákvað því að vera heima hjá henni.
Á mánudaginn var fyrsti dagurinn hjá Tany í skóla. Hún kom glöð og ánægð með heimavinnuna og fór upp til ´sina ða læra við skrifborðið sem ég hafði líka gefið henni í afmælisgjöf. Ég fór sjálf að gera það sem ég þurfti að gera fyrir vinnuna.

Næstu dagar liðu. Á mánudögum, föstudögum, laugardögum og sunnudögum fór ég í vinnuna. Tany fór í skólann á virkum dögum en á helgum pantaði ég barnfóstru.
Einn daginn þegar ég kom heim brá mér heldur í brun. Tany var búin að mála sig! En hún var auðvitað bara forvitin um málningar dót svo það var allt í lagi. En hvenrig yrði hún þegar hún yrði unglingur?