Málið er að það er FULLT af error-um og bugs í Sims 2 University leiknum í gangi þar sem þeir í EA voru að flýta sér með hann. Það eru allir að kvarta undan göllum aukapakkans á http://thesims2.ea.com á umræðukerfinu þar.

En ég hef ekki enn getað fundið út hvernig á að leysa Kicky Ball vandamálið. Kann það einhver? Simsarnir fara nefnilega sjálfir í Kicky Ball og svo ef maður stoppar þá af þá verður svona “ósýnilegur” Kicky Ball eftir sem maður getur ekki séð né tekið í burtu og eytt, og er hann þá fyrir manni ALLTAF! Maður getur ekki sett hluti þar sem boltinn er og simsarnir geta ekki gengið þar og gert hluti sem maður lætur þá gera ef Kicky boltinn er fyrir. Hefur einhver lent í þessu og veit jafnvel einhver hvernig á að leysa þetta vandamál?