Sæl öll
Þannig er mál með vexti að ég ætla að taka aðeins til í tölvunni minni og færa allt yfir á diska og utanáliggjandi flakkarann minn og formatta tölvuna. EN, mig langar að vita hvort einhver hér veit hvað ég á að gera varðandi The Sims 2 leikinn minn sem ég hef verið að spila eins og brjálæðingur..? Hvar finn ég allt sem ég hef gert í leiknum, fjölskyldur, hús, history, ALLT heila klabbið, inn á tölvunni, svo ég geti geymt það og átt ennþá eftir að hafa hent öllu öðru úr tölvunni og endur-installað leikinn inn í tölvuna? Veit einhver hvað ég get gert og hvar ég get fundið þetta allt?
