Hæhæ
Ég var að fá sims 2 í jólagjöf og er búin að vera að reyna að spila hann, en það virðist alltaf vera að eftir korter, tuttugu mínútur frýs hann.

Ég er búin að fara á hjálpina hjá EA games, sims 2, og gera það sem þeir eru að segja manni að gera. Ég er með windows XP, þannig að ég fer í task manegerinn og slekk á öllu tengdu mínum notenda fyrir utan explorer.exe og náttúrlega taskmgr.exe. Ég tek ekki út local host og network connections þarna og læt system fælana alveg vera.

það virkar ekki þá hef ég hægrismellt á sims 2 og í properties skrifað -w -nosound og tekið út hljóðið. Það virtist ekki virka heldur.

Ég er með ATI Raedon IGP 320M videokort og réttan dræver fyrir það.

Veit einhver hvað meira ég get gert til að geta spilað leikinn?????

Mekara