Hæ, ég er í smá vandræðum hérna í The sims 2 með eina fjölskylduna mína (til gamans má geta að ég á þessa fjölskyldu með Sungirl) í fjölskyldunni eru ein kona og tvö smábörn, konan í fjölskyldunni er s.s. mamma þeirra.
Vandamálið er að þegar ég smelli á skiptiborðið, ef þið vitið ekki hvað það er þá er það sérstakt borð til þess að skipta um bleyjur á smábörnunum og til að skipta um föt á þeim, en já, þegar ég smelli á skiptiborðið þá er ekki í boði “change Summer´s diaper” (annað smábarnið heitir Summer) það kemur bara “dress…” og svo “dress Summer in everyday” og það allt.
Fyrst þegar ég byrjaði með þessa fjölskyldu þá virkaði þetta alveg, en núna allt í einu virkaði þetta bara alls ekki, ekki einu sinni þótt að börnin séu með alveg appelsínugult í hygiene og eru alltaf grenjandi.
En allavega ef þið hafið ráð, endilega deilið því með mér!
PS: Ég reyndi að senda inn mynd af Summer með greininni, þar sat hún inná baðherberginu í húsinu með skeifu og fýlan allt í kringum hana, en af einhverjum ástæðum þá virkaði það ekki, það kom bara “Eingöngu JPG, Gif og PNG myndir eru leyfðar” ég er ekki að skilja hvað var að, þetta er sko JPG mynd??