Já eins og allir eru búnir að frétta þá er The Sims 2 kominn út og hann er auglýstur út um allt. Ég keypti mér hann daginn eftir að hann kom út og fór strax að leika mér í honum.

Það fyrsta sem ég hugsaði um var svindl fyrir leikinn og fyrir tilviljun þá man ég hvernig átti að setja upp svindl gluggann í hinum frábæra The Sims og notaði þá aðferð. Svo þegar ég fór að prufa að setja inn svindl þá tókst ekkert nema gamla góða move_objects.

Svo fyrir algjörri tilviljun þá skrifaði ég Help og allt í einu kom listi af öllum svindlunum í leiknum.
Hérna kemur listinn á Íslensku:

Fyrir þá sem kunna ekki að opna Cheat Console þá á að ýta á Ctrl + Shift + C

moveObjects (on/off): Gerir manni kleyft að hreyfa allt til og frá en eyða sumu. / Slekkur á því.

Kaching: Það er bara ömurlegt en samt stundum neat ef maður vill bara smá pening. (Gefur 1000 Simoleons)

Motherlode: Það gefur manni 50.000 Simoleons.

aging (on/off): Lætur simsana hætta að vaxa. / Setur öldrun aftur á.

autopatch (on/off): Nær í ný aukadata, eða svokallað Patch, sjálfkrafa ef það er til á netinu / Nær ekki í Auto Patch

vsync (on/off]: Setur Vertiacl Sync á. Það lækkar lagg á 32 MB skjákortum og minnkar smæa grafík. / Tekur Vertical Sync af.

deleteAllCharacters: Eyðir öllum simsunum í hverfinu.

Þetta eru ekki öll svindlin en þau helstu. Til að fá enskan lista yfir öll svindlin í leiknum þá skrifið þið bara Help í Cheat Console.