Ég rakst hérna inn á The sims áhugamálið um daginn, og vegna þessa “vandamáls” :S dæmi hver um sig bara, þá langaði mig að segja frá því og fá kannski eitthver ráð..? En allavega :


Fyrir eitthverju síðan ætlaði bróðir minn að setja inn sims leikina ok, ekkert mál. Svo þegar hann gerði það þá tók það heilann dag næstum! Hann sat við tölvuna í örugglega 6 tíma eða eitthvað…En ekki samt alveg samfleytt. Við keyptum The sims double deluxe sem er með The sims, The sims livin it up og The sims House party (þótt við áttum alla þessa leiki). Af eitthverjum ástæðum virkaði ekki kódinn til að setja inn leikinn þannig að það tók ótrúlega langann tíma að laga það. Svo var líka eitthvað vesen með Unleashed leikinn. Seinna þurfti hann Svo að taka þá alla út vegna þess hver seinvirk talvan var, og alltaf að frjósa. Svo núna vorum við að fá nýja tölvu sem ég er viss um að getur höndlað og ráðið við alla leikina. En þá fæst bróðir minn ekki til þess að setja þá inn! Hann nennir ekki að eyða hálfum degi aftur í að setja þá inn. Ég þori ekki að hreyfa við þessum leikjum og reyna að setja þá inn af ótta við að setja allt í mask :S. Og auk þess er ég bara með 1-2 viðbótir, vinur bróður míns er með allar hinar og ég gæti ekki hringt í hann og sagt “hæ x! Ég ætla að fá sims leikina þína lánaða!” Eða eitthvað álíka. Vitið þið um betri leið eða léttari við að setja inn leikina án þess að það taki upp undir 7 tíma? Því ef það er hægt myndi ég mjög svo vilja fá að vita hvernig ;)

*Nimrodel…