Ég átti SiMs og á enn. Ég var alltaf að spila hann þegar hann kom first út en svo hætti ég smá saman. Eftir nokkra mánuða pásu sá ég hann og þá fór ég að spila hann aftur. En svo varð tölvan svo full vegna þess að pabbi minn var með vinnuna sína í henni og ég var með SiMs og svo var marg annað. Tölvan okkar gat ekki verið með svona mikið þannig að hún gafst upp og datt út eða hrundi alveg gjörsamlega. Við biðum í nokkurn´tíma en svo kom tölvukarl og við fengum nýja tölvu, með flötum skjá og leiserm+us og öllu. Mjög góð talva. Svo kom tölvukallinn aftur og kíkti á hina og þá sagði hann að hún væri bara dauð. En kannski ekki harði diskurinn. Þannig að hann fór með hana og er að gera við hana núna. En málið er að mig langar að halda savenum. Ég vona að hann nái þeim út svo við getum sett þau í þessa nýju tölvu. Mig langar svo mikið í gömlu saven. Vona að hann geti tekið þau og sett þau inn. En annars þá var þetta SimS ruglið. Vegna savena get ég ekki gert neitt. En þegar ég er komin með aðra tölvu þá get ég allt eins farið að spá í að kauða SiMs 2 þegar hann kemur út.

Kveðja:
ykkar vinur, óvinur, hetja, sökker, snillingur og brjáleæðingur
tigga.