Þetta er nokkuð sniðug tilraun sem hægt er að gera með Sims 2 þegar hann kemur. Systir mín gaf mér hugmyndina og mér finnst hún mjög góð fyrir þá sem hafa áhuga á félags- og sálfræðilegum tilraunum.
Í sjálfu sér er þetta heldur einföld tilraun. Eins og flest ykkar vita þá eldist fólk í leiknum og flestir hlutir hafa áhrif á framtíðina. Tilraunin felst í því að ala upp tvo krakka en á sitthvorn hátt.
Annar krakkinn fær allt sem hann vill þegar hann vill það á meðan hinum er haldið lifandi með eins littlu og hægt er. Svo er bara að fylgjast með hvað verður um þessa krakka.
Gott er að hafa þá af sama kyni svo hægt sé að kanna hvernig áhrif hitt kynið hefur á þá. Svo er líka gott að hafa þá í sömu fjölskyldunni.
Í raun er það flóknasta við þessa tilraun að halda krakkanum sem minna fær lifandi. Með þessari tilraun má kanna öfundsýki, frekju, leti og ýmislegt annað.

Ég legg til að það geri nokkrir þessa tilraun og birti útkomuna hér á huga, okkur hinum til skemmtunar og samanburðar.

Ég er líkast til allt of spenntur varðandi þennan leik en ég bara varð að fá að koma þessari hugmynd á framfæri áður en ég gleymdi henni.<br><br><font color=“#FF0000”>Kill for the sword, live by the sword…
It contain your soul, your dreams…
your hate… or your love.</font>
Kíkið endilega á <a href="http://kasmir.hugi.is/lundi86“>kasmír síðuna mína</a>
<b><u>Ég borða allan mat, það sem ég borða ekki er ekki matur.</u></b>
<a href=”http://pb.pentagon.ms/anima"><b>–AniMA–</a></b> fyrir alla (í MA)