Ég er búin að taka mér pásu frá sims í svona 2-3 mánuði en áðan langaði mig að fara aftur í hann. Þá byrjuðu vandræðin. Það tók leikinn allavega korter að hlaðast inn og svo þegar ég var komin í leikinn gat ég ekki skipt um lóð, það kom eins og ég væri að skipta en svo kom bara aftur lóð 1. Svo ætlaði ég að búa til nýja fjölskyldu og ég skrifaði ættarnafnið en svo gat ég ekki búið til nýja persónu! Það kom bara “fail making new person” eða e-ð þannig. Þannig ég fór bara í gamla fjölskyldu. Svo ætlaði ég að savea en þá kom “fail saving the house”. Þá nennti ég þessu ekki lengur og fór úr leiknum.

Er leikurinn bara bilaður?? Ég á sko On holiday, Unleashed og Superstar, og það er ekki langt síðan ég installaði Superstar, eða ég er allavega ekki búin að spila leikinn oft eftir það. Samt gæti þetta verið vegna þess að fyrir nokkru síðan þá bilaði userinn minn í tölvunni (þar sem ég “logga inn”) og ég þurfti að búa til nýjan og færa allt draslið mitt yfir á nýja og þá bilaði sumt og kannski hefur Sims bilað þá. Allavega var það bara eftir þetta að leikurinn virkaði varla.

Plís hjálpið mér, mig langar svo aftur í Sims!!
<br><br>Kveðja,
Upje
*~*~*~*~*~*~*~*~*~*~*~*~*~*
<font color=“#800000”><a href="http://kasmir.hugi.is/upje">Kasmír</a></font