Ég er með hugmynd að nýjum simsleik sem mér langar að eiga. Ég ætla bara að segja ykkur frá því ef greinin verður send inn :D


Sko, hann myndi heita Sims Farm Life eða bara Farm. Sko, það væri hægt að fá nýja hluti sem tengjast bóndabæjarlífi og ný föt.
Dýrin væru: hestar(íslenski hesturinn),kýr(íslenska kýrin),kindur(íslenska kindin),svín,hænur(íslenska hænan) og meiri hundaskinn(íslenska fjárhundinn) og kattaskinn. Svo væri hægt að fara á hestbak og fara í útreiðartúr,mjólka kýr,rýja kindur,hænurnar verpa og hestarnir,hænurnar,kýrnar,svínin og kindurnar gætu fengið afkvæmi. Svo þyrfti maður að gefa þeim og hægt væri að temja ótemjur(ótamda hesta), svo væri hægt að láta krakkana fara á reiðnámskeið og þannig.
Svo væri hægt að fá háaloft,kjallara og þannig. Svo væri hægt að láta meiri en 8 manns í fjölskylduna, hafa t.d. 20 hesta,30 kindur,12 hænur og fleira.

Sko þetta er bara mín hugmynd og ég veit ekkert hvernig ykkur líkar hún.

kv.
Simgirl