Sko ég á TheSims (bara) og ég er með 5 manna fjölskyldu. Reyndar er þetta ekki neitt svona mamma, pabbi og börn. Þeim líkar ekki einu sinni vel hvort við annað. Nema konan og einn af köllunum. Sko þetta er semsagt ein kona, 3 kallar og einn strákur, og allir eru rosalega mean. En svo hringdi síminn um daginn og strákurinn svaraði og það var: Do you want to adopt a baby og ég gerði bara yes. En það eru samt engin tengsl milli fólksins sem býr þarna. Bara eins og þau leigi öll saman.
En ef ég geri einn af köllunum ástfanginn af einhverri kellingu í öðru húsi og svo fer ég í hennar leik og spyr kallinn propose, flytja þá allir úr þessari ótengdu fjölskyldu með honum? Fer öll fjölskyldan eða bara hann einn?
Ég verð eiginlega að fá að vita þetta!
