Gallar á Unleashed Ég var að skrifa grein hérna um daginn um Unleashed. Ég var m.a. annars að tala um hversu frábær viðbót þetta er, mér finnst þetta ennþá alveg algjörlega besta viðbótin hingað til.
En nú þegar maður er búin að vera spila leikinn á fullu er maður farin að taka eftir ýmsum ansi pirrandi göllum í leiknum.
T.d. með nýju störfin þegar Simsarnir fá stöðuhækkanir þá er oft sem vantar texta í bocið sem kemur upp (þið vitið sem stendur um stöðuhækkunina). Endar oft í miðri setningu, mér finnst það frekar lélegt.
Svo finnst mér líka Simsarnir oft lengur að gera hlutina heldur en áður, eða réttara sagt að byrja á að gera hlutina sem maður er að segja þeim að gera. Þeir standa alltaf og snúa sér í 1-2 hringi áður en þeir fara t.d. á WC eins og maður sagði þeim að gera. Frekar pirrandi sérstaklega ef maður hefur ekki mikin tíma eins og þegar þau eru á leið í vinnu eða eitthvað slíkt.
Svo líka oft á nóttunni kemur svona hljóð eins og inbrotsþjófurinn sé að koma ef að kannski eitthvað utanaðkomandi dýr kemur og pissar á lóðinna hjá manni, ferkar pirrandi.
Svo er líka oft þegar Simsarnir eru í vinnunni og húshjálpin er heima að þrífa og maður spilar þá yfirleitt á fullum hraða (3) þá hægist oft allt í einu á leiknum niður í hægasta (1). Þetta er yfirleitt bara af því að dýr kemur inn á lóðina eða já eitthvað dýr pissar á lóðina eða eitthvað slíkt.
Vonandi koma þeir með eitthvað til að laga þetta fljótlega.
Hafiði tekið eftir þessu ? Finnst ykkur þetta ekkert pirrandi ?

Kveðja Alfons
-Song of carrot game-