Unleashed viðbótin Jæja þá er maður kominn með dýrgripinn í hendurnar. Ég verð bara að segja, þó ég hafi örugglega sagt þetta um hinar viðbæturnar, að þetta er gjörsamlega LANGBESTA sims viðbótin hingað til. Mér finnst þetta algjör snilld.
Þegar maður kemur inn í leikinn er hann gjörbreyttur því sem áður var þ.e hverfið sem maður kemur inní. Það hverfi sem maður þekkir í Sims er bara pínulítill hluti af skjánum. Það eru komin fullt af nýjum reitum til að byggja, fullt af nýjum húsum sem maður getur flutt inn fjölskyldurnar sínar í ásamt “Old town” eða gamla bænum.
Ég er búin að búa mér til 2 fjölskyldur og öll eiga þau dýr. Hund í einni fjölskyldunni og í hinni eru 3 kettir. Dýrin eru alveg frábær ekkert smá skemmtilegt að láta simsana leika við þau, og líka bara að fylgjast með þeim.
Svo eru náttúrulega nýju vinnurnar einn simsinn minn er kennari og annar er t.d. í sirkus. Þeir eru reyndar ekki komnir með margar stöðuhækkanir svo þetta verður spennandi að fylgjast með nýju störfunum. Maður var orðin svo leiður á þessum gömlu.
Svo eru jú allskyns hlutir sem maður getur keypt fyrir dýrin, einnig getur maður farið að rækta grænmeti. Þá skreppur maður bara niður í gamla bæinn og kaupir fræ. Svo þarf maður að gróðursetja þau, vökva og reita arfa. Svo getur maður selt grænmetið sitt á markaðnum.
Einnig getur maður látið dýrin sín t.d 2 hunda eignast hvolpa og getur svo selt þá fyrir 250 $ eða átt þá sjálfur.
Mér finnst að ef fólk á ekki neina viðvót við Sims þá á fólk sko að kaupa sér þessa hún er alveg mergjuð !
Vonandi lifnar líka aðeins yfir áhugamálinu í kjölfarið :)

Kveðja Alfons
-Song of carrot game-