Komiði sæl hugarar :)
Eg var að kaupa mér Unleashed í dag, og vildi aðeins deila með ykkur helstu nýju atriðin sem ég hef tekið eftir.
I fyrsta lagi, eru neighbourhoodin öðruvísi, búðir og svona inn á milli húsana.( persónulega finnst mér þesar búðir skemmtilegri en flest svæðin sem komu í hot date, en jæja :p )
Maður getur ýtt á hnappa efst, þannig það komi merki fyrir ofan húsin, og þetta er skipt eftir flokkum, t.d. Dýrabúðir, Garðyrkjubúðir, matsölustaðir o.s.frv.
Það er hægt að hafa hunda, ketti, gullfiska, eðlur, litla fugla, og stóra talandi fugla sem gæludýr (held að ég sé ekki að gleyma neinu ;) ) I dýrabúðinni er hægt að kaupa öll þessi dýr nema stóra páfagaukinn, hann er í buy mode. Það er einnig hægt að kaupa dót handa þeim, dýranammi, og ólar á dýrin. En allt annað, eins og dýrarúmin, kattarkassan og þetta er líka í buy node, undir misc.
Það er lika hægt að láta dýrin taka þátt í dýrasýningum, sem þér er boðið að gera þegar þú ferð í garðinn, og líka á einn annan stað. Það er samt best að vera búið að kenna dýrinu sínu að hlýða og kenna því kúnstir líka ;) það er stórskemmtilegt að kenna ketti að dansa!! :D
En það er samt frekar lítið af nýjum hluum til að kaupa fynnst mér, það er aðallega bara hluti í sambandi við dýrin.
Það er mjög gaman að rækta grænmetisgarð, maður þarf samt að hugsa mjög mikið um hann! En eftir smá tima getur maður alveg lifað bara á því, mjög sparsamt :p
Það er búið að breyta aðeins menu-inu þegar maður hringjir í einhvern, ekki eins ruglandi ef maður þekkir marga.
En þetta er svona það helsta í bili…endilega commentið þið líka um hvað ykkur fynnst um leikinn! ;)

Takk takk,
Betababe
Before you criticize someone you should walk a mile in their shoes…