Hver hefur ekki viljað montað sig við vini sína að vera með flottara hús en þeir? Bráðum geta þeir komið í heimsókn í sims húsið þitt með Sims online. en ef þú nennir ekki að búa til hús geturu alltaf búið til klúbb, eða bar, eða veitingastað og þannig lagað. Þú getur látið alla borga í allt, meira segja klósettin! (þetta hlítur að vera eini tölvuleikurinn sem að er hægt að láta einhvern borga í klósett). Reyndar þarf maður ekki að pissa eins oft og í hinum leikjunum. Eða borða eins mikið, eða fara jafn oft í sturtu. The sims online lækkar mikið dag til dags lífið eins og er í hinum leikjunum, og lætur þig hugsa aðallega um samfélagið.
Og samfélagið er allt sem að Sims online er um! sumum finnst þetta bara vera “fancy” spjallrás. Þegar að þú ert búinn að búa til kallinn þinn, það er hægt að velja um 100 mismunandi andlit og líkama, geturu ráðið hvað stendur í talblöðru fyrir ofan hausinn á kallinum þínum. Talar við einhvern og þá kemur talblaðra fyrir ofan hausinn á þér. Það eru meira en 60 nýjar hreifingar og bendingar, þannig að þú getur dansað, hrist axlirnar, body-slammað vinina. En hinsvegar ef að sims hentar þér ekki að stjórna jarðbúum geturu alltaf spilað Earth and Beyond og stjórnað geimverum!
“You Don't love a person because she is beautiful! She is beautiful because you love her”