The Sims: Unleashed...nýr expansion pack!! Jæja, þeir hjá Maxis ætla sér að bæta við enn einum viðbótarpakkanum og í þetta skipti verða það gæludýrin sem ríða á vaðið (enda tími til kominn).
Það á að verða hægt að skella sér í gæludýrabúð og kaupa sér eitt stykki dýr eins og hund, páfagauk, skjaldböku, eðlu eða fisk og koma með heim, fara á dýrasýningar með dýrið sitt, þjálfa dýrin sín og/eða ráða dýraþjálfara.
Auk þess bætast við ný störf í tísku, eldamennsku og menntunargeiranum (Simsarnir geta líka gengið í sirkus eða orðið dýralæknar). Meira en 125 nýjir hlutir fyrir menn og dýr bætast við og auk þess ný skin.
Og ekki er allt búið enn því núna er hægt að rækta grænmeti í bakgarðinum og annaðhvort selja á bóndamarkaðinum eða bæta við inventory. Vel á minnst bóndamarkað þá bætast einnig við ný kaffihús, garðar sem hægt er að virða hundinn sinn í, flottar verslanir o.fl.
Þið getið lesið meira um þetta á gamespot.com hérna:<a href="http://gamespot.com/gamespot/stories/news/0,10870,2873903,00.html">The Sims: Unleashed</a> eða á The Sims heimasíðunni undir The Sims Spotlight.
Skv. þessum síðum er áætlaður komutími september 2002!
Kv,
pernilla