Jæja nú verður eitthvað að fara að gerast í admin málum hér, því annars á þetta áhugamál bara eftir að deyja út, sem það virðist vera byrja að gera.
Þetta er eina íslenska síðan að mínu viti þar sem hægt er að tala um Sims leikinn, og það er nú ekki gott að missa það út finnst mér.
Fólk virðist ekki nenna orðið að senda inn greinar hingað lengur sem er skiljanlegt að sumu leiti því oft fær maður ansi óþroskuð svör við greinum sínum. Nú eða engin svör alls og þetta hvetur mann ekki beint til frekari skrifa hér.
Það er mikið hægt að gera til að koma þessu áhugamáli í gott horf aftur þarf bara að velja gott fólk við stjórnvölin.
Ég ætla nú ekki með þessari grein að fara að koma af stað enn einni kosningunni um admin hér, ég tel vefstjóra full færan um að sjá út hæfasta fólkið til þeirrar stöðu hér með því að lesa hvað og hvernig fólk skrifar hér á áhugamálinu.
Núna eins og er þá er örugglega ekki oft sem að ofuradminar komi hingað og fari yfir innsenda hluti eins og myndir og tengla. Ég sendi inn hvoru tveggja fyrir þó nokkru síðan og hvorugt hefur verið samþykkt, en hefur þó ekki verið ekki samþykkt heldur. Þannig að þetta liggur bara og bíður samþykkis.
Ég vona að vefstjóri taki þessari ábendingu og setji einhvern sem admin hér sem fyrst, áður en áhugamálið nær gjörsamlega að deyja út.
Og við verðum svo að vera dugleg að send inn greinar, myndir og allt það. Bara um að gera að vanda sig við greinaskrifin svo að greinarnar verði samþykktar.

Takk fyrir mig !

Alfons
-Song of carrot game-