Ég ætla rétt að vona að þið Simsarar hafi ekki bara áhuga á The Sims, heldur líka hinum afurðum Maxis því nú má fara að hlakka til að spila nýjasta leikinn í SimCity seríunni.
Ég ætla nú ekkert að fara að hamra á smáatriðunum í leiknum, því þau eru svo mörg, heldur ætla ég að tala um stærstu breytingarnar frá seinasta leiknum í seríunni. Aðalbreytingin er nátturulega útlit leiksins. Allt er komið í hina fínustu þrívídd og því er hægt að gera hin minnstu smáatriði leiksins greinileg, eins og bíla og, að mér skilst, sims. Það kemur líka inn í aðra stóra breytingu. Þú getur tekið gamla simsinn þinn úr The Sims og flutt hann í eitthvert hverfi borgarinnar og fengið skýrslu frá honum um stöðu hverfisins. Þetta getur verið hjálplegt til að betrumbæta léleg hverfi því, eins og í gömlu leikjunum, skiptir land-value miklu máli. Ekki viltu fá of mikið af Harlem hverfum í borgina? Að auki geturðu farið í “God mode” en þar geturðu látið öllum illum látum í borginni of rignt heljum yfir hana. Meðal þess er eiginleikinn að stjórna hvirfilvindum í gegnum öll skítahverfi borgarinnar.
Þetta verður alveg örrugglega massívur leikur og geri ráð fyrir að hann muni seljast í álíka eintökum, þar sem eiginleikinn að setja simsann þinn í borgina gerir það að verkum að vekja athygli The Sims aðdáenda. Hvað getur verið skemmtilegra en að setja gamla og kunnulega simsann þinn í borg sem þú hefur eytt tölvuverðum tíma í bara til að fá að rigna eldi yfir honum og húsi hans! :D

<a href="http://simcity.ea.com/simcity4/index.html“>SimCity 4 heimasíðan</a>
<a href=”http://pc.ign.com/articles/359/359997p1.html“>P review á IGN.com</a> (einnig fullt af myndböndum úr leiknum, kíkjið neðst og smellið á ”Media Page")