Ef þú átt í vandræðum ... Ég keypti mér The Sims on Holliday núna um helgina og þegar ég ætlaði að installa leiknum gekk það ekki upp. Þannig að ég ákvað að uninstalla öllum Sims leikjunum og svo installa þeim aftur, eins og svo oft hefur verið ráðlegt að gera á flestum Sims síðum.
En allaveganna þegar ég byrjaði svo að installa öllu aftur þá gat ég aldrei installað Lvinig it up, reyndi nokkuð oft, kom alltaf eitthvað “error” skilaboð. Ég var náttúrulega frekar fúl yfir þessu enda ekki gaman að eiga nýjan tölvuleik og geta ekki notað hann.
Ég sendi svo tölvupóst til EA í Bretlandi og þar fékk ég fljót og góð svör við mínu vandamáli.
Ég fékk sendan link frá þeim sem hjálpar manni við ýmis vandamál, maður velur bara Simsleikinní skránni hjá þeim og þá koma upp allskyns spurningar og svör við dóti sem fólk hefur áttí vandræðum með.
Það er meira að segja hægt að nota þetta fyrir aðra leiki sem EA hefur gefið út, því þeir virðast margir hverjir allaveganna vera á listanum ásamt Sims.
Mér datt bara í hug að gefa ykkur slóðina á þetta ef einhver á í einhvjum vandræðum með leikinn hjá sér, það þarf samt ekkert endilega að vera vandamál við að installa leiknum. Það er fjallað um margt annað þarna.
Allaveganna hér kemur slóðinn: <a href="http://common.ea-europe.com/mailsup/esupport.html
/"> Hér kemur síðan</a>

Simskveðja Alfons
-Song of carrot game-