Leikurinn heitir þetta hér á íslandi, en ekki sims vacation sem mér finnst eiginlega flottara, en jæja :)
Ég keypti mér hann í gær í BT, og ég verð bara að skrifa um hann, þetta er sko langbesta viðbótin af þeim öllum! Hann er bara snilld!
Þegar maður fer í frí, þá kemur svona leigubíll, næstum eins og þegar maður fer niðrí bæ, kostar 500 simoleans, en maður getur endalaust flakkað milli staða, það eru 3 strandarstaðir, 3 skógarskaðir, og 3 vetrarstaðir.
Á ströndinni getur maður verið í sundlauginni, verið í sólbaði, eða spilað allskonar leiki einn eða með öðrum, og þar er næturklúbbur fyrir ofan hótelið.
Í skóginum er hægt að velja um hótel eða tjald, og þar getur maður veitt, farið í picnic, farið í vatnsblöðruslag, pílukast og maður getur leigt metal detecter og farið í fjársjóðsleit, sem maður getur líka í vetrarsvæðinu, maður getur fundið peninga, eða gömul stígvél, eins og ég gerði í gær :)
Í vetrarsvæðinu er hægt að snowboarda, renna sér á snjórennibraut, búið til snjókall, farið í snjókast, og ýmislegt annað, mér finnst þetta skemmtilegasti staðurinn, það er æði að snowboarda! :)
Svo getur maður keypt allskonar minjagripi, sem maður fer með heim og setur uppí hillu :)
Það er alveg geðveikir hlutir sem maður getur keypt sér núna, hillur sem þau raða sjálf í, og endalaust sem ég ætla ekki að telja upp hér.
Og líka þegar maður er að tala við nágranna eða eitthvern, þá er hægt að velja um miklu fleiri hluti til að segja eða gera, og fólk er miklu vinalegra, það er miklu minna mál að eignast vini núna :)
En núna held ég að ég ætti að hætta þessu, greinin er orðinn þokkalega löng :) endilega farið strax og kaupið þesa viðbót, hún er sko alveg peningana virði!
KV. betababe
Before you criticize someone you should walk a mile in their shoes…