Ég sá þetta á thesims.com síðunni og langaði aðeins að segja ykkur frá þessu.
Electronic Arts (EA) fyrirtækið gaf út “fréttayfirlýsingu” í dag og sögðu að The sims væri orðin best seldi Pc leikur allra tíma. EA hefur sent frá sér 6,3 miljón eintök af leiknum, ekki slæmt ha ? ;)
Leikurinn varð strax mjög vinsæll þegar hann kom út í febrúar 2000 og var mest seldi PC leikurinn árið 2000 og 2001. Og hann er enn á toppnum víða í heiminum í dag.
Leikurinn hefur einnig verið þýddur yfir á um 13 tungumál.
Þessi leikur höfðar til svo margra ólíka hópa af fólki, það er eitt af því sem mér finnst svo frábært við leikinn.
Nú og þar sem leikurinn hvarð svona vinsæll hvatti það framleiðendurnar að búa til viðbæturnar Living large, house party, hot date og svo Vacation sem kemur út núna í vor. Maður bíður alltaf spenntur eftir því að sjá hvað þeim dettur í hug að gera næst. Virðist vera hægt að byggja endalaust ofan á leikinn.
Ég myndi í næsta pakka allaveganna vilja fá inn fleiri störf, væri gaman að fá að prufa eitthvað nýtt á þeim vettvangi.
Viðbæturnar (samanlagt) hafa selst fyrir um 13 miljónir (dollarar).
Sims tungumálið er nú alveg sérkafli fyrir sig, mér finnst þetta alveg frábært hvernig þeir fundu upp þetta líka frábæra tungumál. Og hefur tungumálið verið notað í sjónvarpsþáttum eins og “Drew Carey Show”, og “Malcolm In The Middle”.
Svo eru náttúrulega fullt af síðum sem hafa sprottið upp af netinu í kringum sims leikinn. Fullt af síðum sem maður getur farið á og downloadað hlutum fyrir leikinn sinn o.s.frv.
Ef þið viljið lesa alla greinina kemur linkurinn hér: http://thesims.ea.com/us/ - þið finnið þetta undir news.

Simskveðja Alfons
-Song of carrot game-