Tímatal Nokkrir hérna hafa verið að minnast á að tímatal þyrfti að vera í The Sims.
Persónulega fyndist mér það algjör snilld því það myndi vera aðeins nærri raunveruleikanum og það væri hægt að ala upp heilu kynslóðirnar.
Kannski byrja ég með karl og konu sem eiga barn og það stækkar þá verð ég að stjórna í hvaða vinnu það fer í og “barnið” þarf að finna sér konu og “barnið” þarf að eignast annað barn og svona þangað til að kallinn og konan sem ég byrjaði með deyja úr elli eða þá að þau fara á elliheimili (það þarf nú helst að ver hægt að senda gömul hjón á elliheimili).
Það væri fín viðbót, The Sims Calender(dagatal) hvernig sem það er skrifað á ensku ;)