Ekki vera hissa Ekki vera hissa ef þið farið að reyna að byggja ykkur hús niðri í bæ, og hlutir fara að hverfa úr buy modinu hjá ykkur eins og til dæmis klósettin.
Ég er einmitt búin að vera að byggja mér veitingarstað/næturklúbb niðri í bæ og var búin að byggja þennan líka flotta veitingastað á neðrihæðinni með öllum græjum þar með töldum klósettum. Svo þegar kom að því að byggja klósett á eftri hæðinni voru þau bara horfin úr buy modinu.
Þetta er víst einhver villa í leiknum, ég er búin að heyra um fullt af fólki sem á við sama vanda að stríða, og Maxis (www.thesims.com) ætla að gefa út “patch” (veit ekki hvað það kallast á íslensku) til að laga þetta bráðlega.
Svo ef þetta kemur fyrir ykkur þurfið þið allaveganna ekki að örvænta !

Svo bara svo ég segi ykkur frá öðru þá er hægt að downloada forriti til þess að flokka hlutina betur í hot date, þá er sem sagt hægt að flytja hluti úr “venjulega buy modinu” yfir í buy modið sem maður hefur downtown. Sem sagt forritið gerir manni kleift að flokka hlutina betur, maður ræður þá í hvaða flokk viðkomandi hlutur á að fara, og maður ræður hvort maður vill hafa hann bæði í “venjulega buy modinu” og niðri í bæ buy modinu. Maður getur sem sagt haft sama hlutin í báðum buy modunum bara svo það sé enginn misskilningur með það.
Það forrit er einnig að finna á heimasíðu Maxis (www.thesims.com) og forritið heitir “The Sims Hot Date Object Organizer”.
Ég kann því miður ekki að gera link beint á þetta hérna á huga svo þið verðið bara að reyna að finna þetta eftir smá leiðbeiningum frá mér :)
Þið farið á www.thesims.com - farið svo á “get cool stuff” (vinstra megin á skjánum) - svo klikka á “go to make cool stuff” (fyrri dálkurinn, annar (nr. 2)linkurinn þar) og svo er þá forritið hægra megin á síðunni :) Svo er bara að downloda því !
Mjög gott að ná sér í þetta program svo maður getur haft úr meiru að velja í buy modinu niðri í bæ.
Ég er til dæmis búin að flytja fullt af decorative hlutum yfir í buy modið niðri í bæ t.d. málverk.
Ég vona að þetta gagnast einhverjum.


Simskveðja Alfons
-Song of carrot game-