Til að gera Sims að uppvakningi verður þú að eiga University-aukapakkann.

Að fá Dauðasímann

1. Láttu Sims klára háskólanám eða finndu Sims sem hefur klárað háskóla (með háskólamerkið sem minningu).

2. Láttu Simsinn fá vinnu í Paranormal career.

3. Þegar Simsinn nær 5. leveli (Medium/miðill, þarf að eiga 4 vini og hafa 5 í creativity, 3 í charisma, 1 í cooking og 1 í cleaning) getur hann fengið Ressurect-O-Nomitron(Dauðasímann) sem vinnuverðlaun.

Að gera Sims að uppvakning

1. Láttu barn eða eldri sims sem þekkir hinn látna hringja í Dauðann (klikka á símann og velja “Call Grim Reaper”). Þá kemur valmynd yfir látna simsa sem simsinn þekkir.

2. Veldu þann sims þann sem á að verða uppvakningur og borgaðu dauðanum 988-4.127 simoleans. Þá kemur dáni Simsinnn aftur sem uppvakningur og íbúi á þeirri lóð.

Uppvakningar

Útlit: Allir uppvakningar hafa blágrænan húðlit og afmyndað andlit.

Lífspan: Uppvakningar eldast ekki nema:
a) þú sendir Teen uppvakning í háskóla, þá verður hann Young adult og fær 1.500 simoleans í námsstyrk.
b) þú látir Young adult uppvakning klára háskóla, þá verður hann Adult.
Uppvakningar geta dáið úr öllu því sama og venjulegir Simsar nema úr elli.

Woohoo: Uppvakningar geta gert Woohoo en ekki Try for Baby. Ef að Sims er óléttur þegar hann deyr eignast hann venjulegt barn eftir að hann er orðinn uppvakningur.

Skills & Persónuleiki: Uppvakningurinn missir nokkra skill punkta. Allir uppvakningar hafa eins persónuleika: Þeir eru mean, sloppy, outgoing, playful og active.

Göngulag: Uppvakningar geta ekki gengið venjulega eða hlaupið, heldur hafa sérstakt göngulag (kallað “Shamble”).

Samband uppvakningsins til þess sem hringdi lækkar um 20 daily og 15 lifetime.

Uppvakningar hugsa mikið um heila.

Meira um Dauðasímann

Ef þú borgar:

a) 1-987 simoleans gerist ekkert.

b) 988-4.127 simoleans verður simsinn uppvakningur.

c) 4.128-8.512 simoleans kemur simsinn venjulegur til baka fyrir utan nokkur atriði:
öll skill lækka um 3,
öll persónuleikaatriði snúast við (1 verður 9, 2 verður 8…)
og samband hans gagnvart þeim sem hringdi hækkar um 10 daily og 5 lifetime.

d) 8.513-10.000 simoleans kemur simsinn alveg venjulegur til baka fyrir utan að samband hans gagnvart þeim sem hringdi hækkar um 35 daily og 25 lifetime.