Upplýsingar um drauga Gott kvöld/góðan dag, kæru hugarar!
Mig langar að senda einu sinni inn grein hér á Sims-áhugamálið sem gæti hjálpað einhverjum eða orðið til gagns.

Atriði um hegðun/persónuleika drauga:
Þeir geta gert ýmsa hluti, það fer allt eftir persónuleika dána simsans. Þrifinn draugur tekur til í húsinu, óþrifinn draugur skítur allt út. Feiminn draugur heldur sig til hlés og/eða lætur ekki sjá sig, ófeiminn draugur er líklegur til að sýna sig og/eða hræða þá lifandi. Latur draugur vill horfa á sjónvarp/lesa, virkur draugur er mikið á ferðinni og gæti kveikt á mörgum hlutum/gert marga hluti. Alvarlegur draugur vill hafa lítið samband við fólk, ærslafullur draugur vill líklegast hræða fólk og/eða leika sér. Óvingjarnlegur draugur hefur gaman af að hræða/stríða fólki, vingjarnlegur draugur vill hjálpa fólki/gera góðverk.

Draugar í Sims 2 (litir og ástæða fyrir dauða):
Hvítur draugur: Simsinn dó úr aldri.
Blár draugur: Simsinn drukknaði í sundlaug (var með rautt í energy þegar hann var að synda).
Gulur draugur: Simsinn dó úr rafstuði (fékk stuð þegar hann var að laga eitthvað/var úti í þrumuveðri).
Rauður draugur: Simsinn brann til dauða (stóð of nálægt þegar kviknaði í (það getur kviknað út frá arni eða eldavél)).
Gegnsær draugur: Simsinn dó úr hungri (krakkar geta ekki dáið úr hungri).
Appelsínugulur draugur: Simsinn dó þegar hann var að horfa í gegnum stjörnukíki (gervihnöttur féll á hann).
Fjólublár draugur: Simsinn dó vegna fluguárásar (í mjög skítugu herbergi geta flugur safnast saman og ráðist á næsta simsa sem gengur inn).
Bleikur draugur: Simsinn dó úr hræðslu (3 væntingar (needs) verða rauðar vegna þess að draugur hræddi simsann).
Grænn draugur: Simsinn dó úr veikindum (veiki er ekki læknuð á 10 dögum (getur gerst ef simsi vinnur of mikið/hvílir sig ekki).
Ljósgrænn draugur: Simsinn var étinn af kúaplöntunni (fylgir með University).
Gegnsær draugur: Simsinn brennur sem vampíra (allar væntingar (needs) verða rauðar vegna of mikils sólarljóss).
Gegnsær draugur: Simsinn dó vegna lágra væntinga (needs) eftir að lyftan sem hann var í brotnaði (lyftur fylgja með OFB og það er meiri hætta á að lyftan brotni ef simsar gera það í henni).
Hvítur draugur með síma/risasíma: Simsinn dó vegna lágrar félagslegrar væntingar (need) eftir Rally Forth (Rally Forth er hæfileiki sem fylgir með OFB (simsinn þarf að vera með ákveðin Business Perks og eiga búð)).
Dökkbleikur draugur: Simsinn dó í haglél (4 væntingar (needs) urðu gular/appelsínugular).

Ég vona að þetta hafi hjálpað og þið megið endilega spyrja mig hvers sem er.
Kær kveðja,
ArwenUndomiel
Enginn finna okkur má undir fanna hjarni; daga þrjá yfir dauðum ná dapur sat hann Bjarni.