Hæ hæ
Hérna er smá afrit af bodyshop fræðslunni á síðunni minni -er reyndar hætt með síðuna :S

Búa til augu!

Að búa til augu getur verið svolítið erfitt svo það er gott að læra almennilega fyrst að gera föt.
1. Þið byrjið á því að fara inná google og finna myndir af augum. Aðalmálið er að augasteinninn sjáist allur og ykkur finnist hann flottur. Ef þið nennið ekki inná google eru nokkrar myndir inná Augu** sem þið getið notað, ég passaði að setja ekkert yfir augasteinanna.Vistið myndirnar í möppu.
2.Opnið bodyshop ( Start - all programs - EA games - Sims 2 - Sims 2 bodyshop ) veljið svo Create parts - Start new project - Create Genertics - Veljið eitthvað auga og ýtið á örina og skírið það auga1 og ýtið svo á V
3.Opnið paint og opnið fyrstu augamyndina ( sem þið funduð á google ) og litið hvítt í kringum augasteininn.
3. Opnið annað paint og farið svo í Open - My Documents - EA games - Sims 2 - Projects - Auga1 og veljið fyrstu myndina ( litaða myndin )
4. Farið í paint þar sem myndin af augasteininum er ( sem þið eruð búin að lita hvítt í kringum ) og copy-ið augasteininn og setjið yfir augasteininn í hinu paint ( Auga1 ) passið bara að hafa í réttri stærð og litið svo hvítt í kringum
5. Save-ið og skoðið augað í bodyshop með því að ýta á örina sem fer í hring - ef þið eruð ánægð farið þið aftur í Auga1 paint-ið og veljið myndina sem er svona regnbogi eða þannig og paste-ið mynd af augasteini yfir í hana
6. Setjið svo augað inní leikinn með því að ýta á ör sem bendir inní kassa
Gerið svo eins með hin augun


Invert Colours!

Hérna ætla ég að kenna ykkur eitt ef þið kunnið það ekki nú þegar.
Ég ætla að sýna ykkur hvernig Invert Colors virkar.
Það er þannig að þið eruð kannski búin að opna paint með fötunum ykkar í og þá farið þið þarna upp í hornið þar sem file og save er og ýmislegt annað og veljið þar Image - Invert Colors.
Það sem þetta gerir er að breyta litunum á fötunum, svartur verður hvítur og rauður verður blár eða eitthvað.
Þetta er bara notað í föt sem eru mjög fljótgerð og að mínu mati ekkert sérlega falleg en þau geta komið flott út.


Búa til föt!

Þið þurfið bara að prófa ykkur áfram og æfa ykkur. Það er bæði hægt að teikna og taka myndir af netinu.
Þið byrjið á því að opna bodyshop ( finnið það undir start - all programs - EA games - Sims 2 ?? - Sims 2 bodyshop )
Þegar þið eruð komin inní bodyshop - getur tekið smá tíma - veljið þið Create parts og svo start new project.
Næst veljið þið create clothing.
Síðan þurfið þið að velja fötin sem þið viljið breyta ( til hliðar getið þið valið aldur - toddler, teen - og kyn - female og male )
Þegar þið eruð búin að finna fötin ýtið þið á þau og svo á örina fyrir neðan ( svona ör sem bendir inní kassa )
Góð föt til að byrja að æfa sig á eru t.d. náttgallar á toddler.
Þegar þið eruð búin að ýta á örina þurfið þið að skrifa nafnið á fötunum, skírið þau t.d. náttgalli
Opnið svo paint eða eitthvað annað teikniforrit og ýtið á file - open.
Farið inn í EA games möppuna ( oftast í My documents ) og svo í Sims 2 og síðan í projects.
Þar finnuru möppu sem heitir náttgalli ( eða það sem þú skírðir fötin )
Þegar þú opnar möppuna eru oftast tvær myndir :
Lituð mynd : Þar geturu litað myndina
Svarthvít mynd : Þar geturu t.d. tekið skóna í burtu eða búið til leggings.
Opnaðu lituðu myndina og t.d. litaðu allt rautt og gerðu svo bleikar rendur.
Opnaðu svo svarthvítu myndina og prófaðu þig áfram með t.d. að stroka út ermar þannig að náttgallinn verði stutterma.
Síðan vistaru myndirnar og ferð aftur í bodyshop og ýtir þar á ör sem snýst svona í hring
Þá sérðu hvernig þú breyttir myndinni og þá seturu hana inn í leikinn
( fyrir neðan er X og svo ör og ef þú ýtir á hana fer þetta inn í leikinn )
Ef þið skiljið ekki alveg lýsinguna á örunum og því getið þið haldið músinni yfir takkanum og þá sjáið þið hvað þetta þýðir.
Ef þið skiljið þetta ekki nógu vel er hérna myndband sem þið getið skoðað líka :

http://sims2bodyshopp.blogcentral.is/sida/2333526/


Myndir af netinu!

Ég ætla að kenna ykkur það með því að gera hjarta náttföt handa toddler.
Byrjaðu á því að opna bodyshop og skíra fötin t.d. hjartanáttföt.
Opnaðu svo paint og opnaðu fyrstu myndina ( lituðu myndina ).
Farðu á netið og finndu mynd af hjarta.
Litaðu allt í sama lit og bagrunnurinn á hjartamyndinni er.
Afritaðu myndina yfir á náttfötin og settu margar myndir til þess að þetta verði allt út í hjörtum. ( hægrismella á myndina og velja copy, fara í paint og velja edit - paste )
Vistaðu og skoðaðu útkomuna og settu þetta svo inn í leikinn ef þú ert ánægð.
Svo prófar þú þig bara áfram


Smá auka um bodyshop!

Hérna ætla ég að segja frá því hvernig Sims 2 Bodyshop virkar, málið er bara að prófa sig áfram, maður fæðist ekki góður í bodyshop.
Þú finnur bodyshop undir start – all programs – Ea games og svo nýjasti sims leikurinn þinn – Sims 2 bodyshop.
Þegar þú ert búin að opna bodyshop þá geturu valið Create parts eða Build sims.
Build sims er til að búa til fólk.
Create parts er til þess að búa til föt, hár, varaliti, augu og fleira, ég ætla að segja frá því hér.
Þegar þú ýtir á Create parts kemur upp Start new project ( Byrja á nýju ) og Load saved project ( Skoða það sem þú ert búin að gera ).
Þegar þú ert búin að ýta Start new project getur þú valið Create Genertics ( Augu, húðlitur og hár ) , Create Facial Hair, Makeup & Glasses ( Skegg, augabrúnir, andlitsmálning og gleraugu ) og Create Clothing ( Föt ).
Til hliðar eru merki sem þýða t.d. toddler, adult, male , female og body type, þú notar þetta í Start new project og Build sims ( Body type er bara í Build sims ).
Þegar þú ætlar að breyta einhverju þá ýtir þú á hlutinn og svo á örina, þar getur þú skírt flíkina og mér finnst miklu betra að skíra þetta t.d. bleyja1 heldur en bara kksdas eða eitthvað bull eins og sumir gera.
Þegar þú ert búin að gera þetta opnaru paint eða eitthvað teikniforrit og ýtir á open – svo finnuru EA games sem er hjá flestum í My Documents. Svo velur þú Sims 2 - Projects – og síðan möppu sem heitir það sama og þú gerðir í bodyshop, t.d. Bleyja1.
Það eru mismargar myndir en ég skýri betur með föt og augu annars staðar en ég kann samt ekkert rosalega mikið með hár og makeup svo þið verðið bara að prófa ykkur áfram.
Þegar þið eruð búin að gera breytingarnar verðið þið að velja save(alls ekki save as)
Farið svo aftur í bodyshop og ýtið á örina, þegar þetta er orðið eins og þið viljið hafa það setjið þið þetta inní leikinn.


Gangi ykkur vel
Lifðu lífinu með ró, þú kemst hvort eð er ekki lifandi frá því :D