Ég ákvað að prufa í fyrsta sinn að byggja mér eitthvað niðri í bæ (hot date). Ég er sem sagt að byggja mér flottan veitingarstað og svo ætla ég að hafa næturklúbb uppi, jú og svo er lítil búð niðri líka.
Þetta er engin smá vinna að byggja sér svona stórt, allaveganna ef maður vill hafa þetta allt flott og fínt. En náttúrulega mjög skemmtilegt verkefni, ég er ekki búin enn ég er svona rétt að klára neðri hæðina og á þá sem sagt eftir að búa til næturklúbbinn, það verður samt örugglega einfaldara en allt hitt.
Mér finnst samt frekar fúlt hversu fáir hlutir eru í buymode í downtown, því ég er með svo mikið dót sem ég hef downloadað sem ég myndi vilja nota þar en get það því miður ekki. Allaveganna ekki eins og er, ég heyrði nenfileg um eitthvað forrit sem maður getur downloadað og þá getur maður flokkað betur hlutina í buymode svo kannski að ég nái að flytja eitthvað yfir :)
Annars væri nú gaman að heyra hvort einhver annar hefur reynt að byggja eitthvað niðri í bæ ?
Það verður náttúrulega gaman að sjá hvernig þetta virkar svo allt saman, hvort maður hafi gert þetta vel eða ekki. Það er nú ekki beint gaman þegar allir Simsarinir festast á einum stað ! Þannig að maður verður að hugsa út í ýmisleg svoleiðis smáatriði.

Simskveðja Alfons
-Song of carrot game-