Yellow fjölskyldan

Ég ætla að segja sögu af manni sem hét Henry. Henry Yellow. Hann var piparsveinn sem átti heima í stórborginni Paris. Hann var orðin frekar leiður á þessum stuttum samböndum við konur sem hann hitti á djamminu, og þau sambönd voru sko ekki alvarleg. Hann þráði stóra fjölskyldu með möörg börn. Hann þráði konu sem elskaði hann og dáði.

Henry ákvað að skreppa til Twikii Island í frí. Hann vildi hitta nýtt fólk. Hann gisti á fínu hóteli við ströndina, og hafði það gott. Hann kinntist þjónustu stúlku sem hann líkaði vel við. Hún hét Penélope, hún var með dökka hörund og kolsvart hár. Þau hittust á kvöldin eftir að hún var búin að vinna og töluðu saman um margt og mikið. Hennar draumur var að eignast mjög mörg börn, búa útí sveit og eiga góðan mann sem uni henni og elskaði. Alveg eins og draumur Henry's. Eftir smá tíma hittust þau oftar og smaband þeirra orðið alvarlegra.
Einn daginn átti Penélope frí frá vinnu og þau Henry skelltu sér á ströndina. Allan daginn skemmtu þau sér á ströndinni. Þau byggðu sandkastala, kúrðu sman í sandinum og synntu í sjónum. Henry skellti nokkrum myndum á þau saman og um kvöldið fóru þau í gegnum myndirnar saman. Þegar Penélope ætlaði að fara kissti Henry hana. Hún fraus og horfði á hann. Svo þiðnaði um hana og hún kissti hann á móti (Smooch). Þegar aðeins einn dagur var eftir af fríinu, bað Henry Penélope að koma með sér heim. Hætta í vinnunni og þau myndu flytja uppí sveit í Frakklandi, eignast fjölskydu. Og það stóra. Penélope hafði ekki hugsað svo langt fram í framtíðina, en hún hafði ekkert á móti þessu. Hún hætti í vinnunni og fór með Henry aftur til Paris.

Þegar þau komu í íbúðina hans, seint um haustkvöld fóru þau uppí rúm. Og tralalalala..;P.. (gerðu try for baby.) Um morguninn fór Henry í vinnuna, og Penélope var með morgun ógleði mikla hún ældi stanslaust. Og ákvað að taka óléttupróf og niðurstaðan var jákvæð. Hún varð mjög glöð og hringdi til Henry's í vinnuna. Hann bað um frí og kom heim. Það kom i ljós að hún ætti von á tvíburum.
Þegar kom að því að börnin ættu að fæðast, voru þau flutt í stærra húsnæði útí sveit. Penélope eignaðist tvo stráka sem skýrðir voru Sam og Steven. Þeir voru með ljóst hár en jafndökka húð og Penélope. Penélope og Henry urðu afskaplega glöð.
Það var erfitt að hugsa um þessa prakkara. Þeir voru mjög óþekkir og Penélope réð allsekki við þá ein, svo þau ákvöddu að ráða fóstru. Hún vildi láta kalla sig Mrs.Selmu, og var mjög ströng..!
Henry og Penélope langaði í fleiri börn svo aftur kvöldi seinna var það reint. Penélope varð ólétt, en þau vonuðu að barnið yrði bara eitt í þetta skipti, því það væri nógu erfitt að gæta tvíburanna óþekku.

Penélope fékk bumbu og brátt kom að afmælis degi tvíbbanna.! Það voru keyptar tvær kökur og Mrs.Selma fóstra hélt á öðrum tvíburanum og Henry á hinum, því Penélope gat það ekki. Það var ekki haldin veisla, enda var húsið í rusli eftir tvíburnana Sam og Steven. Sam og Steven urðu Child. Fallegir en óþekkir Child.
Daginn eftir veisluna eignaðist Penélope ÞRÍBURA. Já svona var Penélope frjósöm..!! En þetta voru þrjár gullfallegar stúlkur sem minntu á postulínsdúkkur. Þær voru skýrðar Ann, Amanda og Anastacia. Þær voru alveg eins og mamma sín. Brúnar og með svart hár.
Þegar þær komu í heiminn, fannst Henry og Penélope tímabært að gifta sig. Nokkrum dögum seinna var haldið lítið brúðkaup í garðinum. Þau buðu nánustu ættingjum og vinum.Allt gekk vel og veislan var frábær. Penélope Banderas var nú PenélopeYellow. Síðan kom limminn og Ms.Selma passaði börnin fimm á meðan hjónin fóru í heilsulindina. Um morguninn var allt í drasli eftir veisluna kvöldið áður, svo Penélope hringdi í þjónustustúlku til að taka til. Þegar hún kom mætti hún Henry á leiðinni inn, þar sem hann var að fara í vinnuna. Þjónustustúlkan hét Abbie, og henni líkaði vel við Henry. Henni fannst hann myndarlegur og skemmtilegur. Hún vissi ekki að þau Penélope voru gift, og þess vegna hindraði hana ekkert í að elska hann Henry.:O Hún hélt að Penélope ætti öll þessi börn með öðrum og Henry væri bara að veita henni húsaskjól.
Peningamálin fóru versnandi með öll þessi börn svo Penélope fékk sér vinnu. Hún vann á daginn, en Henry vann á nóttinni svo að Mrs.Selma væri ekki ein með öll börnin fimm. Einn daginn þegar Abbie þjónustustúlka var hjá þeim, þá reyndi hún aðeins við Henry. Henry hafði ekkert á móti því og gerði bara til baka. Auðvitað ætlaði hann ekki að vera með nein alvarleg læti, en Abbie greip tækifærið og kissti Henry snökkt og mikið. Henry vissi ekki hvað hann ætti að gera en hann gerði bara aftur á móti. Þessi óvænti atburður endaði uppí rúminu. Þegar Abbie sofnaði hélt Henry áfram vöku. Hann var ekki með neitt samviskubit, og hann ætlaði að halda þessu leyndu fyrir Penélope.
Þegar Penélope kom heim kissti Henry hana til að vekja ekki grun, en þegar hann gerði það vissi Penélope að hann hafði gert eitthvað, eitthvað slæmt. Svo hún spurði beint:“Hvað gerðiru?”. Hann svaraði; “ekkert..!”. Penélope varð sár og reið. Hún horfði á hann reiðum, tárfylltum augum og sagði “Ég veit, þú svafst hjá Abbie.! Ég hélt þú elskaðir mig.!!” Svo sleit hún sambandinu. Henry fór og Penélope varð ein eftir með öll börnin.





Nú er þessi saga orðin of löng, en biðja bara um framhald ef þið viljið :P
Endilega segja sína skoðun..! :D

Afsakið stafsetningar- og málfræðivillur ef það eru einhverjar..;*