Ég keypti Sims þegar hann kom fyrst í búðirnar hér á
klakanum. Ég var vægast sagt mjög ánægður með kaupin
þegar ég kom heim og fann heilu símaskrárnar í
kassanum. Þessar símaskrár áttu víst að vera
leiðbeiningarnar. Önnur bókin var á einhverjum
Skandinavíumálum en helmingurinn af hinni bókinni var á
Engilsaxnesku. Ég renndi í gegnum þessa bók og lærði
þessi basic atriði sem eru víst nauðsynleg til að spila
leikinn. Það tók viku.
Næsta mál á dagskrá var og að installa leiknum sjálfum.
Ég skellti diskum í tölvuna og á augabragði hófst
uppsetning leiksins. 10%…47%…98%… þegar þetta var
svo loks komið upp í 100% hélt ég að nú gæti ég spilað
leikinn… ég hafði rangt fyrir mér. Installið fraus
(að ég hélt). Eftir að hafa horft á töluna eitt-hundrað
í svona kortér ákvað ég að allt væri frosið og ýtti á
'Cancel'. Ég byrjaði upp á nýtt… sagan endurtók
sig. Installið fraus aftur á 100. Ég gubbaði yfir
tölvuna og lét hana bara eiga sig, og fór að horfa á
sjónvarp og leyfði tölvunni bara að vera frosni. Þá
gerðist kraftaverkið… tölvan var ekkert frosin. 100
prósentin hurfu og nýtt install birtist.

Loks byrjaði leikurinn… þá kom í ljós að það er
Tutorial í leiknum svo ég þurfti ekkert að sóa viku í
að lesa símaskrána. Það fyrsta sem ég gerði var að
sjálfsögðu að endurgera mína eigin fjölskyldu.

Eftir u.þ.b viku varð leikurinn þreyttur… ég var
búinn að downloada fimm mismunandi sófasettum, og ég
veit ekki hvað. Samt gat ég ekki hætt að spila hann. Ég
bara varð að láta einhvern deyja, fá sér vinnu eða
spila á píanó. Ég varð háður því að spila Sims og
drekka lítra af Malti á dag (Gefur frísklegt og gott
útlit, bætir meltingu og eykur þol, whatever).

The Sims eyðilagði líf mitt… innihaldslaus tilveran
snýst nú um hvort ég geti með einhverju móti tekið inn
ódauðleikapillur til að geta spilað Sims aðeins
lengur…

Hversu mörgum tölvuleikjum hefur tekist það?