Á undanförnum misserum er búið að drekkja íslenskum neytendum í viðbótarrusli fyrir The Sims. Þar ber að nefna ‘Livin’ it up', ‘House Party’ og nú síðast ‘Hot date’. Enginn af þessum viðbótum hefur vakið áhuga minn nægilega til að kaupa þá. Nú vil ég koma með tillögu að viðbót sem ég kýs að kalla…. “A SIM!!!”

Í “A SIM!!!” stjórnar þú ekki heilu hverfunum af lostafullu fólki, heldur aðeins einni manneskju. Þú byrjar á því að búa sjálfan þig til. Þú færð að ákveða hvernig þú lítur út og hvernig persónuleiki þú ert… that's it. Leikurinn sér sjálfur um að búa til fjölskyldu handa þér. Kannski áttu pabba, mömmu og litla systur… kannski áttu tvo pabba, eða bara eina mömmu… en það skiptir ekki máli því þú færð ekkert að stjórna þeim hvort eð er. Leikurinn ákveður svo hversu rík fjölskylda þín er og innréttar húsið ykkar með tilliti með fjárhag og persónuleika foreldranna. Þú ert bara krakki og mátt í raun ekkert gera. Þú verður að mæta í skólann, annars gætirðu átt erfitt með að ná þér í vinnu seinna meir.

Þú eldist. Þú breytist úr viðkunnarlegu barni í bólugrafna gelgju sem þykist geta allt. Þú verður enn að fá leyfi hjá mömmu og pabba fyrir nýja sjónvarpinu sem þú ætlar að kaupa. Þegar þú ferð niður í bæ með vinum þínum, getur þú aukið á vinsældir þínar með því að fá þér tattú eða gat í naflann… en ekki vera of viss um að settið (mamma og pabbi) verði neitt rosalega ánægð.

Þú fullorðast. Þú og vinir þínir flytja að heiman. Hótel mamma og pabbi gefa þér pening fyrir húsi og nauðsynjum. Þú finnur þér huggulega íbúð til að flytja í. Það er betra að þú flytjir út því annars fer mamma þín að kalla þig aumingja og þú átt erfitt með að komast á deit. Þú finnur þér vinnu (ef þú hefur hana ekki nú þegar) og reynir að heilla stelpurnar upp úr skónum með öllum flottu húsgögnunum þínum. Þú verður að passa hvað þú borða. Ef þú étur ekkert nema kjöt og ekkert grænt skaltu ekki búast við að verða mikið eldri en þrítugur.

Þú verður gamall. Þú eignast barnabörn sem vilja leika við þig og konan þín stendur kófsveitt í eldhúsinu við að baka (ég vil ítreka að þú færð ekki að stjórna neinum nema þér sjálfum). Foreldrar þínir eru dánir og sumir æskuvinir þínir hafa kannski lent undir bíl. Smekkur þinn breytist. Þú vilt hafa gamlakalla húsgögn heima hjá þér svo þú selur gömlu 70's húsgögnin.
Ef maki þinn deyr vill ríkið allt í einu sölsa undir sig húsið þitt. Fyrst færðu bréf um að ríkið vilji kaupa húsið, en ef þú neitar ítrekað endar með því að ríkið stelur húsinu þínu og plantar þér á elliheimili.

Á endanum deyrðu… svo væri hægt að koma með viðbætur sem heita “A Sim: Afterlife” eða “A Sim: Heaven or Hell”