Það tekur mig töluverðan tíma að búa mér til nýja fjöslkyldu og að byggja mér nýtt hús svo að ég sé ánægð.
Það er alveg ótrúlega gaman að dunda sér við að finna einhver flott skins og búa sér til einhverja flotta fjölskyldu. Svo getur maður setið og mótað persónuleikann þeirra. Stundum þá hef ég fyrifram ákveðið í hvaða stjörnumerki ég vil að þau séu og stundum set ég nú bara “prikin” eins og mér finnst best passa.
Og svo get ég nú setið alveg heillengi og skrifað einhverja lýsingu á liðinu (bio), einhverja hluta vegna skrifa ég hana alltaf á ensku, kannski vegna þess að leikurinn er allur á ensku hjá mér, væri asnalegt að hafa lýsinguna á íslensku finnst mér.
Allaveganna eftir að manni er búið að takast að búa sér til nýja fjölskyldu þá er um að gera að láta þau kaupa sér lóð og byrja að byggja ! Það er nú svo sem hægt að downloada sér húsi af netinu en það er bara ekki eins gaman og að byggja sjálfur frá grunni, finnst mér allaveganna.
Húsin mín eru yfirleitt alltaf á einni hæð svona til að byrja með, nema ef fjölskyldan er mjög stór. Svo bætir maður bara við húsið eftir því sem maður þarf meira pláss.
Það getur tekið mig alveg óratíma að byggja húsið mitt svo ég sé sátt eins og ég sagði áðan, og ég hef ekki enn byggt mitt “fullkomna” sims hús, svona sem maður er 110 " ánægður með.
Og svo er náttúrulega að setja upp alls kyns veggfóður og gólfefni og auðvitað húsgögn og aðra skrautmuni, og þá er nú úr vöndu að velja skal ég segja ykkur !
Ég er búin að vera svo dugleg að downloda simsdóti að ég á alveg endalaust mikið af þessu.
Þetta get ég dundað mér við alveg tímum saman og finnst alveg frábær hluti af leiknum.

Simskveðja Alfons
-Song of carrot game-