Ég ætla að segja ykkur hérna frá nýjustu fjölskyldunni minni sem ég bjó til um helgina. Hér kemur frásögnin:

Robinson fjölskyldan býr í bæ sem ég bjó til sem heitir Lovers Town. Fjölskyldan býr í götu sem heitir Lovers Villa Road í húsi númer 109. Robinson fjölskylduna skipa:

1. Austin Ray Robinson, pabbinn. Hann er dökkhærður, með brún augu og skegg. Húðliturinn hans er sá næst ljósasti. Hann er fyrir ljóshærðar konur sem ilma vel, en hann er ekki fyrir vampýrur. Hann er family aspiration og vatnsberi.

2. Luciana Lynn Robinson, mamman. Hún er ljóshærð, með grá/græn augu og húðliturinn hennar er eins og hjá manninum hennar. Hún er fyrir karla með skegg og hún setur engan sérstakan háralit fyrir sig, hún fílar samt ekki farðaða menn. Hún er romance aspiration og hrútur.

3. Mary Grace Robinson, elsta barnið. Hún er ljóshærð eins og mamma sín er að öðru leiti er hún mjög lík pabba sínum. Hún er child og vatnsberi alveg eins og pabbi sinn.

4. Ava Ruth Robinson, yngsti fjölskyldumeðlimurinn. Hún er dökkhærð eins og pabbi sinn en að öðru leiti er hún alveg eins og mamma sín. Hún er toddler og hrútur eins og mamma sín.

Svona leit fjölskyldan út þegar hún flutti til Lovers Town. Sá bær er mjög fallegur en það er einn galli á gjöf Njarðar því að hjónabönd viðrast ekki haldast þar. Fjölskyldan ákvað samt að reyna enda viss um að ekkert gæti sundrað þau.
Þau byggðu sér mjög stórt og fallegt hús, með þreföldum bílskúr og á tveimur hæðum. Að sjálfsögðu er sundlaug og heitur pottur í garðinum. Svo eru einnig rólur og skotskífa. Innbúið allt er mjög fallegt, enda á fjölskyldan næga peninga (ég nota alltaf svindl í sims vegna þess að ég nenni ekki að láta simsana fara í vinnu).
Um leið og húsið er tilbúið fer fjölskyldan að njóta þess að búa þar. Austin ræður bæði maid og gardner svo þau þurfa ekkert að hafa áhyggjur af þeim þáttum. Svo koma nýju nágrannarnir, hluti af Love fjölskyldunni, til þess að bjóða Robinson fjölskylduna velkomna í þennan bæ. Luciana tekur á móti gestunum á meðan Austin hugsar um Ava. Ekki líður á löngu þar til að Luciana er farin að gefa Robert Lucas Love undir fótinn og það í návist Mary Grace sem var að selja límónaði í garðinum. Robert lýst mjög vel á Luciana jafn vel þó svo að hann eigi bæði konu og börn heima hjá sér. Mary hins vegar er ekki alveg eins sátt við þennan nýja nágranna eins og móðir hennar.
Inni í húsinu er Austin að búa til hádegismat handa öllum og þá birtist sígauninn og Luciana kaupir nokkra drykki af henni. Austin býður öllum í mat og allir sitja saman að snæðingi. En þá strax hættir Luciana að vera heit fyrir manninum sínum og vill bara hugsa um Robert. Allt er sem sé að falla um sjálft sig og fyrsti dagurinn í þessum bæ er ekki einu sinni liðinn.
Eftir matinn fara stelpurnar að hátta og allir gestirnir fara heim. Austin ræður barnfóstru fyrir nóttina og þau hjónin undirbúa sig fyrir svefninn. Luciana er samt á því að eyða rómantískri stund með manninum sínum í nýja húsinu svona fyrstu nóttina. Svo hún ákveður að tæla hann aðeins. Austin tekur vel í þá hugmynd enda þráir hann ekkert heitar en að eignast fleiri börn. Þau eiga mjög rómantíska stund saman og fyrr en varir er Luciana aftur fallin fyrir manninum sínum, hins vegar hefur hún ekki ennþá gleymt Robert. Þau fullkomna svo kvöldið í hinu nýja hjónarúmi og viti menn það bar árangur því að undur fögur barnatónlist heyrðist frá rúminu!
Morguninn eftir tekur Austin svo við ummönnun á Ava og sendir barnapíuna heim. Hann ætlar sér að kenna henni að ganga en það gengur hálf brösuglega þar sem Ava er ekki í stuði til þess að læra að ganga! Luciana er strax byrjuð með morgunógleði og henni líður vægast sagt ömulega! Mary er í fyrsta sinn í skólanum og væntingarnar eru miklar hjá bæði henni og föður hennar. Móðir hennar er hins vegar með Robert á heilanum og þráir ekkert frekar en að fara með honum á stefnumót. Þrátt fyrir sínar þrár tekur hún vel í ástaratlot frá manninum sínum og á líka stundum frumkvæðið. Luciana fær bumbu og núna sést á henni að hún er ólétt. Luciana líður mjög illa og biður Austin að nudda sig á nuddbekknum. Eftir þennan dag eru allir í fjölskyldunni bæði mjög þreyttir og úrillir þannig að Mary nær ekki að læra heima fyrir skólann. Ava er ennþá ekki búin að læra að gana og hún sér engan tilgang í því að læra á koppinn heldur svona strax.
Þriðji dagurinn í húsinu byrjar því á mjög stressandi hátt. Mary hamast við að klára heimavinnuna áður en skólabílinn kemur og rétt hefur það. Austin er ennþá bæði þreyttur, svangur og úrillur frá því deginum áður og Luciana er bæði þreytt og svöng allan daginn. Austin hugsar þar af leiðandi meir um Ava þennan daginn alveg eins og daginn áður. Ava fær frekjukast þegar pabbi hennar vill segja hana á koppinn svo að Austin ákveður að leifa henni bara að vera í friði. Mary kemur heim úr skólanum og hún er ekki í stuði til þess að læra strax. Austin fær Ava til þess að setjast á koppinn og Ava lærir þá á koppinn! Ava er orðin þreytt svo að Austin setur hana í rúmið en Luciana er að leggja sig. Mary og Austin eru því ein vakandi, en þeim er alveg sama því þau fara bara saman í tölvuleik sem þeim þykir skemmtilegur. Eftir tölvuleikinn biður Mary pabba sinn um að hjálpa sér með heimavinnuna og hann gerir það með glöðu geði. Á meðan þau hugsa um heimavinnuna útbýr Luciana, sem nú er vöknuð, kvöldmatinn. Fjölskyldan sest svo öll saman og borðar kvöldmatinn en Ava vaknaði um það leiti sem verið var að setja kvöldmatinn á borðið. Eftir kvöldmatinn er Mary orðin svo þreytt að hún kemst varla upp til sín, en hún rétt nær því. Þó svo að Luciana hafi lagt sig nánast allan daginn er hún strax aftur úrvinda og því fara þau Austin saman í rúmið. Því panta þau aftur barnapíu til þess að gæta Ava. Um nótina stækkar bumban enn meir og Luciana er mjög ánægð með það.
Fjórði dagurinn í húsinu og jafnframt afmælisdagurinn hennar Ava! Hún er þó ekki ennþá búin að læra að ganga né að tala svo stressið er mikið á bænum. Luciana getur þó ekki mikið tekið þátt í þessu stressi þar sem hún þarf að einbeita sér að sjálfri sér og maganum sínum. Austin klárar því málið og kennir Ava að ganga! Svo er tíminn að renna út, Mary kemur heim og er komin með A+ alveg eins og pabbi hennar hafði óskað sér! Nú er klukkan alveg að vera 18:00 og það er nánast ekkert búið að kenna Ava að tala. Því er keypt smart milk til þess að hraða ferlinu, en Ava er ekki á því að gera hluti sem hún er ekki í stuði fyrir! Austin rétt nær að kenna henni að tala og um leið og hún er búin að læra að tala stækar hún og er núna orðin child eins og systir hennar!

Ég er ekki komin lengra í bili, en ég vona að þið hafið skemmt ykkur við lesturinn. Viti menn? Kannski fáið þið framhald?