Það var nú eitthvað að vefjast fyrir einhverjum á korknum út á hvað leikurinn í raun og veru gengur út á, þannig að ég ákvað bara að senda inn smá grein um hvað er svona það helsta sem maður þarf að passa upp á, ef ég gleymi einhverju endilega bætið því við :)
Leikurinn gengur einfaldlega út á að stýra Simsunum í daglegu lífi og öllu sem því fylgir.
Fyrst og fremst þá er mjög mikilvægt að þegar þú ert búin að stofna þína fjölskyldu að láta einhvern (eða alla) lesa sér til um eldamennsku. Gott að láta þau ná 2 prikum svona til að byrja með svo má bæta ofaná það.
Ef þetta er ekki gert er er mjög líklegt að það kvikni í þegar fólkið byrjar að elda, auk þess sem það tekur þau lengri tíma að laga matinn og hann verður ekki eins góður og ef þau væru með fleiri stig í matargerðinni, þau verða heldur þá ekki eins södd.
Svo er það nú reyndar líka þannig að eftir því sem betri ískáp maður er með því lengur verða þau södd, en maður sér þegar maður er í buy mode hversu mikið hungurgildi hver ískápur hefur.
Og auðvitað gefa þeim að borða !
Svo auðvitað er að sjá til þess að fólkið fái nægan svefn, maður sér það á orku mælinum (energy bar) hversu þreytt þau eru. Þau geta nú lagt sig í sófanum ef þú vilt bara aðeins ná upp smá orku, en ekki hafa samt sjónvarp, útvarp o.s.frv. í gangi því þá geta þau ekki sofið. Einnig vekur síminn þau ef hann hringir og er í sama herbergi og þau eru í. Jú og auðvitað ef þú ert með smábarn þá vaknar simsinn ef það fer að gráta (verður samt að vera í sama herbergi þá). Þau fá einnig orku með því að drekka kaffi (expressovélin).
Svo er náttúrulega að láta þá fá vinnu, það er hægt að velja um þó nokkuð mörg störf (sjá grein “Störf”). Þau mega samt aldrei missa fleiri en einn dag í röð úr vinnu því þá eru þau rekin.
Krakkarnir fara sjálfkrafa í skóla, þau geta misst úr nokkra daga úr skóla en ekki of marga því þá verða þau tekin og send í herskóla og eru þar með ekki lengur meðlimar í fjölskyldunni. Ef krakkarnir eru heima geta þau samt lært heima til að halda uppi einkunnunum.
Svo þarf náttúrulega að sjá til þess að þau fari á klósett og í bað og slíkt, bara svona almennt hreinlæti :) Simsarnir verða nú ekkert voðalega glaðir ef þeir pissa á sig, sem getur gerst ef þeir eru alveg í spreng.
Svo verða Simsarnir náttúrulega líka að hafa gaman af lífinu, það er alveg fullt af dóti í leiknum til að láta þau skemmta sér með t.d. sjónvarp, biljardborð, skákborð svo fátt eitt sé nefnt.
Einnig verða þau að eignast vini og almennt eiga samskipti við aðra í fjölskyldunni eða hverfinu. Þeir þurfa líka alltaf einhverja vini til að ná áfram í starfi.
Þeim líður best í björtum og stórum herbergjum og þeim líkar ekkert voðalega vel þegar allt er í drasli, þess vegna er gott að ráða til sín ráðskonuna eða bara að láta þá þrífa sjálfa - en það er samt frekar tímafrekt, mæli með ráðskonunni.
Svo er nú líka gott að ráða garðyrkjumann ef maður er með mikið af blómum, er of tímafrekt til þess að láta Simsanna gera þetta allt saman.
Svo er líka hægt að kaupa sér vélmenni sem er allt í senn ráðskona, garðyrkjumaður og viðgerðarmaður. Mjög hentugt en vélmennið er samt frekar dýrt (15 000 minnir mig).
Ekki gleyma svo að borga reikningana ykkar !, þeir koma á 3 daga fresti og verða hærri eftir því sem þú átti meira dót.

Simskveðja Alfons
-Song of carrot game-