Downlodið mikið af netinu fyrir leikinn ykkar ?
Ég geri svona frekar mikið af því, gaman að fá nýtt dót inn í leikinn, sérstaklega finnst mér skemmtilegt að downloada svona settum - þar sem öll stofan/eldhúsið/eða hvað það nú er er stíl.
Þannig að ég downloada fullt af húsgögnum og svo alls kyns málverkum, mottum, blómum og þess háttar.
Og svo auðvitað líka skins og veggfóðrum, gólefnum og fleiri sem tilheyrir bild mode.
Ég var svona að spá í hvort þið ættuð ykkur einhverja uppáhaldssíðu sem þið tékkið á svona dagsdaglega hvort sé búið að koma með nýtt dót.
Ég á mér 3 svona alveg uppáhalds uppáhalds síður, þær eru http://moonsims.asi.org/simgoddesses/, http://www.simsshowcase.com/index.html, og svo að lokum þessi snilldar rússneska síða sem ég fann um helgina http://supersims.boom.ru/main.htm.
Ég er nú búin að gera linka á þessar síður hér á Sims áhugamálinu, svona ef ykkur langar að tékka á þeim.
En allaveganna þetta eru mínar uppáhaldssíður til að downloada af, mér finnst dótið flest allt (the sims showcase er samansafn af öðrum síðum - því er ekki alltaf allt gott þar)þar mjög flott og vel gert.
En maður getur samt víst ekki downloadað endalaust því það eru einhver takmörk fyrir hversu mikið dót maður getur haft í leiknum, man ekki í augnablikinu hversu hátt það er, ef einhver veit væri gott að fá að vita. :)
Hverjar eru annars ykkar uppáhaldssíður til að downloda af ?

Simskveðja Alfons
-Song of carrot game-