Mér datt í hug að senda inn grein um helstu störfin sem maður getur unnið við í leiknum, og hvernig maður vinnur sig upp í viðkomandi starfi, þ.e. hvað maður þarf að æfa hverju sinni.
Maður fær starf með því að kíkja í dagblaðið sem maður fær alltaf á morgnanna en þar er bara eitt starf sem maður getur valið um á hverjum degi. Einnig er hægt að leiti að vinnu í tölvunni en þar er þá hægt að velja á milli 3 ólíkra starfa á hverjum degi.
Störfin sem maður getur valið úr eru 10 alls og ég ætla aðeins að fjalla um þau hér.
1. Viðskipti (Business) - Hér þarf maður að æfa líkamsrækt (body), sjarmann (charisma) og að lokum viðgerðir (mecanival). Einnig þarf maður að eiga töluvert af vinum til þess að ná langt í þessu starfi.
2. Skemmtun (Entertainment) - Hér þarf maður að æfa líkamsrækt (body), sjarmann (charisma) og maður verður líka að hafa einhver prik í eldamennsku (cooking) þar sem starfið byrjar á gengilbeinustörfum. Bara svona eins og svo margir leikarar í Hollywood gera, allaveganna er það þannig í bíómyndunum.
Maður þarf töluvert af vinum hér líka, ef ég man rétt.
3. Löggæslustörf (Law enforcement) - Hér þarf maður að æfa líkamsrækt (body) og rökhugsun (logic).
Þetta starf krefst ekki mjög mikilla vinasambanda.
4. Þjófnaður og önnur glæpastarfsemi (Burgler) - Hér þarf maður að æfa líkamsrækt (body), sjarmann (charisma) og list hæfileika sína (creativity).
Ég held að maður þurfi ekkert voðalega marga vini til að ná langt í þessu starfi.
5. Læknastörf (Medicine) - Hér þarf maður að æfa rökhugsun (logic) og viðgerðir (mecanical).
Einhverja vini þarf maður til að ná langt hér.
6. Hermaður (Miletary) - Her þarf maður að æfa líkamsrækt (body) og mikið af því, einhver stig þarf maður í eldamennsku (cooking) og svo viðgerðir (mecanical).
Hér þarf maður líka einhverja vini eins og allstaðar annarsstaðar.
7. Pólitík (Politics) - Hér þarf maður að æfa líkamsrækt (body), list hæfileika (creatvity) og rökhugsun (logic).
Hér þarf maður að eiga fullt af vinum til að ná langt.
8. Íþróttarmaður (Pro Athelet) - Hér þarf maður að æfa fullt af líkamsrækt (Body) og viðgerðir (mecanical).¨
Maður þarf ekkert voðalega marga vini til að ná langt hér held ég.
9. Vísindi (Science) - Hér þarf maður að æfa líkamsræt (body) og rökhugsun (logic).
Maður þarf eitthvað af vinum til að ná áfram hér.
10. Ofurhugi (X-Teme) - Hér þarf maður að æfa líkamsrækt og alveg fullt af henni, listræna hæfileika (creativity) og sjarmann (charisma).
Maður þarf samt ekki mjög mikið af vinum til að ná langt hér.

Eins og þið sjáið þarf maður nú að eiga vini í öllum störfunum en þau störf sem krefjst flestra vina eru Viðskiptastarfið og pólítíkinn.
Svo þegar fólkið hefur náð þeim eiginleikum sem þarf í hvert sinn þá fá þau stöðuhækkun og þar með hærri laun og launabónus.
Vinnutímarnir eru misjafnir eftir störfum og eftir því hversu langt maður er komin í viðkomandi starfi. Yfirleitt er það þannig að þegar maður er búin að ná eins langt og maður getur í viðkomandi starfi þá er vinnutíminn yfirleitt stuttur og á daginn á góðum tíma.
Það kemur alltaf bíll að sækja mann áður en maður á að mæta í vinnunna og hann kemur klukkutíma áður en vinnutími hefst, svo maður þarf ekki að hlaupa beint út í bílinn um leið og hann kemur. Svo skutlar sami bíll manni heim þegar vinnudegi er lokið.
Einnig verða bílarnir flottari eftir því sem lengra maður hefur náð í sínu starfi.
Það er í lagi að missa einn dag úr vinnu en ekki meira, ef maður missir fleiri en einn dag (í röð) úr vinnu þá verður maður rekinn.
Man ekki eftir meiru í bili, ef einhver vill bæta einhverju við þá er það í fínu lagi ;)

Simskveðja Alfons
-Song of carrot game-