Bon Voyage! Jæja, nú kemur nýjasti simsleikurinn bráðum út.
Í tilefni af því ætla ég að þýða ýmislegt úr spjalli sem aðdáendur leiksins höfðu við Maxis.
Beinn tengill á spjallið er: http://thesims2.ea.com/community/chat_08_16_07.php

Það er hægt að kaupa myndavél fyrir simsinn, svona eins og í University.
Smábörn, toddlerar og dýr komast ekki með í fríið.
Það er hægt að seiva á lóðinni þar sem þú ert í fríi.
Það er nú hægt að gifta sig á frílóðinni og niðri í bæ.
Þau geta líka orðið ólétt, en eignast ekki barnið fyrr en þau koma heim.
Það er hægt að fara í sjóræringjaskip og finna kannski fjársjóð…
Hótel eru eins og heimavistir í University, þú velur þér herbergi áður en aðrir koma og skráir þig svo inn.
Þú getur farið til Twikki-eyju (sólarströnd), Takemizu þorpið (Lengst í austri?) eða Þrjár tjarnir (fjallaþorp).
Það eru ýmsir nýir NPC (?), m.a. leiðsögumenn, ninjur, Stórfótur, Herbergisþjónusta, vitrir gamlir menn og galdralæknir.
Þú gætir þurft að passa þig á býflugum..
Þú getur verið í fríi 7 daga í einu.
Simsarnir geta lært að fjarflytjast (teleport), ‘Tai Chi’, og ýmislegt sem tengist menningunni í fríinu.
Simsarnir geta gert woo hoo í tjaldi, gufubaði og hengirúmi.
Simsarnir geta dáið í fríinu, en þeir eldast ekki.
Krakkar og toddlerar geta verið með skartgripi, sem fylgja með Bon Voyage.
Simsarnir geta orðið sólbrúnir og brunnið í sólbaðinu á ströndinni.
Þeir geta einnig synt í sjónum (gætir drukknað), tínt skeljar og byggt sandkastala.
Þú getur tjaldað í garðinum!
Þú getur farið í ‘brúðkaupsferð’ (honeymoon, man ekki orðið).
Þú getur keypt teborð og haldið teboð heima.
Simsarnir geta boðið vinum sínum með í fríið en þú getur ekki stjórnað þeim.
Ef simsarnir eiga ekki nóg fyrir heillri ferð fá þeir reikning heim til sín og borga hann þegar þeir hafa efni á því.
Í staðinn fyrir að taka leigubíl eða keyra, geturðu labbað á aðrar lóðir og boðið öðrum með þér.
Ef þú notar voodoo-dúkku of mikið fara galdrarnir yfir á þig!
EF þú átti OFB getur þú búið til þína eigin nuddstofu.

Ef þið viljið spyrja að einhverju, nefnið það bara:)
Nothing will come from nothing, you know what they say!