Petrelli fjölskyldan.

Byrjaði með tvo bræður Peter Petrelli og Jason Petrelli (já ég veit, mjög frumlegt). Báðir með dökkt stutt hár og með smá skeggrót. Þeir áttu svo hund sem þeir kölluðu Spark. Aspirationið hans Peters var að ná toppnum á Journalism en Jason hafði þann draum að verða Chief of staff. Semsagt toppurinn á Medicin. Þeir keyptu litla lóð og byggðu sér fábrotið hús fyrir lítinn pening, keyptu svo notuð húsgögn í Góða hirðinum fyrir mjög lítinn pening. Þannig byrjaði búskapur þeirra bræðra. Þeir komust fljótt í draumastörfin, en komu Spark fyrir í showbiz á daginn meðan þeir unnu. Þeir klifu fljótt og auðveldlega metorðastigann í starfi sínu og fljótt varð Spark að stórstjörnu, Jason og Peter voru nefnilega duglegir við að kenna honum ýmis brögð sem komu honum vel í stjörnubransanum. Nú var strákunum farið að langa í hvolpa svo þeir hringdu í ættleiðingarstofu og fengu að ættleiða litla tík, hún var nefnd Dakota. Erfiðlega gekk að koma Dakótu og Spark saman en loks small það og þau reyndu að eignast hvolpa. Spark vann Howling Award á mjög dramatískan hátt og fékk 10.000 simaleons. Það var nefnilega þannig að á leiðinni á hátíðina sá hann aðalkeppinaut sinn sem var líka tilnefnd til verðlaunanna en ákvað samt að gefa henni far á hátíðina, fólki brá mjög í brún við að sjá þau mæta saman á verðlaunaafhendinguna. Það gerðist svo að tíkin fékk verðlaunin, en í þakklætisskyni heimtaði hún að Spark fengi verðlaunin.
Um veturinn eignuðust þau svo 3 litla hvolpa, 2 tíkur og 1 rakka. Tíkurnar voru nefndar Mila og Tara en rakkinn var kallaður Rex.
Peter varð ástfanginn af stelpu í nágrenninu sem hét Stella Roth, og hún flutti inn til bræðranna. Enda kominn tími til að hætta að lifa piparsveinalífinu og koma sér fyrir með konu og barn. Fyrstu nóttina þeirra í sambúð reyndu þau að eignast barn, Peter nátturulega að nálgast fimmtugs aldurinn og alveg á síðasta snúning með að vera góður og sprækur faðir. Um haustið kom svo í ljós að getnaður hafði átt sér stað. Þau voru búin að vera að spara pening til að endurgera húsið og byggja við, enda löngu tímabært að klára húsið. Seinna um haustið fæddist svo sveinbarn sem var skírður Andrew Petrelli. Peter og Jason fögnuðu 50 afmæli. Um veturinn deyr svo Spark og mikil sorg ríkti í húsinu næstu daga. Hann var svo jarðaður í baklóðinni með fallegan legstein.
Stella kom upp litlu gróðurhúsi í bakgarðinum þar sem hún ræktar tómata, utan við gróðurhúsið voru svo þrjú tré, epla-, appelsínu- og sítrónu tré. Sítrónu tréið er eitthvað veikburða en hin tvö spjara sig bara mjög vel. Stella kom svo fótum undir lítið fyrirtæki sem hún keypti í bænum. Kallast það Mercantile Mart og er lítil gjafavörubúð.
Strákurinn átti afmæli og byrjaði í grunnskóla, hann var mjög fljótur að fá góðar einkunir og gekk mjög vel í skólanum. Hann æfði sund og var hálfnaður með body þegar hann fermdist. Hann fór að athuga með scholarship fyrir háskólann og fékk Athletic scholarship og SimCity scholarship fyrir góðar einkannir. Litlu versluninni var breytt í hárgreiðslustofu. En einn rigningamikinn haustdag, drukknaði Stella í sundlauginni. Mikil sorg var á heimilinu og til heiðurs Stellu var reistur fallegur legsteinn í bakgarðinum. Stuttu seinna drukknaði svo faðir Andrews í lauginni. Og sama dag dó Dakóta úr elli. Reistur var fyrir Peter legsteinn til minningar hans. Jason erfði litlu hárgreiðslustofuna en Andrew fékk allt annað sem foreldrar hans áttu. Andrew byrjar að slá sér upp með Mallroy Kimbrell sem býr í hverfinu. Þau verða ástfanginn og deila saman sínum fyrsta kossi. Andrew tekur svo Mallroy á deit, þau fara á skauta og svo út að borða, deitið endar svo sem draumastefnumót og ákveða þau að byrja saman. Seinna um kvöldið, laumast svo Mallroy með stóran blómvönd á dyratröppurnar hjá Andrew. Daginn eftir fer svo Andrew niður í bæ að kaupa föt, honum tekst að versla föt fyrir 4000 simaleons.
Jason deyr svo um haustið, Andrew erfir allt eftir hann og býr nú einn í stóra húsinu, með miklum draugagang. Andrew lætur ekkert á sig fá og heldur ótrauður áfram að læra, hann sækir um orphan scolarship sem hann fær. Hann er orðinn mjög góður í að elda, gera við, þrífa og tefla. Hann er einnig mjög klár á píanóið og er góður í mannlegum samskiptum ásamt því að vera í besta formi sem maður getur komist í. Þennan veturinn flytur svo Andrew í Háskólann.

Svo kemur framhald með háskólalífi Andrews :D