Taylor family ;* Okei bara svona til að byrja með ég veit að þetta er ættarnafn sem aðrir hafa notað en mér bara finnst þetta flott ættarnafn þessvegna er ég með það.

Kelly Taylor : Kelly er “mamman” á heimilinu og hugsar um húsið og fjölskylduna. Hún er dökkhærð með dokkan dlaðan skintone og freknur. Hún er fiskur í stjörnumerki, og er í family aspiration.

Katya Taylor : Hún er dóttir Kellyar og er væntanlega bara í skóla eins og arðir unglingar. Hún er ljósbrúnhærð er með eins skintone og mamman og líka með freknur. Hún er fiskur í stjörnumerki og er í popularity aspiration.

Kaylie Taylor : Hún er dökkhærð með alveg sama skintone og hinar og einnig með freknur. Hún er náttúrulega í skóla og hún er fiskur í stjörnumerki og í grow up aspiration.

Sagan:

Einn góðan veðurdag fluttu mæðgurnar Kelly, Katya og Kaylie í lítið fallegt hús í bænum Veronaville. Þetta hús var ekki alveg draumahúsið þeirra en þetta dugði. Þær bættu við húsið til að geta haft þrjú svefnherbergi. Eftir nokkra daga dvöl í nýja húsinu fór Kelly að hugsa útí það að hún vildi ekki að dætur hennar myndu alast upp með aðeins móður. Svo Kelly ákvað að gera eitthvað í málunum og hringdi í “Matchmaking service”. Hún bað konuna sem kemur alltaf þegar maður hringir í þetta um að finna karlmann sem hentaði sér. Hún fann fullkominn maka sem reyndist vera Kristian Clover. Þau fóru saman út að borða og það gekk mjög vel. Daginn eftir fóru þau aftur en þá út á djammið, Kristian bað Kelly um að giftast sér því hann var viss um að hún væri sú eins rétta.

Svo nokkrum dögum seinna fóru þau aftur út að borða og þá var sambandið orðið ansi mikið alvarlegt.

Daginn eftir hringdi Kelly í Kristian og bað hann um að koma. Hann kom af sjálfsögðu og Kelly sagði honum stórfréttir að hún var orðin ólétt. Kristian varð ekki eins ánægður og hún hélt að hann yrði. Kristiani leist ekki mjög vel á blikuna, því honum langaði aldrei að eignast börn. Og svo þegar hann sá að hún var þegar tveggja barna móðir og sleit hann trúlofuninni og hætti með Kelly. Kelly var alveg miðursín og vildi ekki tala við neinn og borðaði sáralítið.

Þremur dögum seinna kom lítið stúlkubarn í heiminn sem skýrt var Kristina Taylor. Kelly var himinlifandi aðfá eina enn stelpuna.

Katya og Kaylie voru líka mjög kátar með að hafa eignast litla systur. En ennþá hafði Kelly áhyggjur af uppeldi litlu telpnanna sinna. Hún ákvað að finna sér nýjann maka.

Hún hringdi í mann að nafni Frank Hansen. Þau áttu yndislegt kvöld saman en það gerðist nú eitthvað meira. Þau gerðu sitt í svefnherberginu og hvað ekki en að Kelly varð ólétt aftur! hún varð svolítið áhyggjufull en ákvað að segja Frank fréttirnar og viti menn, hann var mjög ánægður að heyra að hann væri að verða pabbi. Þannig að hann kom líka með féttir og sagði að hann eitti eina dóttur sem hét Summer sem var úr fyrra hjónabandi Franks. Kelly varð stórhissa en hún uppgötvaði að Frank væri sá eini rétti. Frank og Kelly þurftu núna að kaupa stærra og plássmeira hús og þau gerðu það. Þau innréttuðu það með fallegum og stílhreinum innréttingum þar til loks var komið fallegt hús.

Svo var ég ekki komin lengra .. framhald :D?