Já og hér er svo en ein sagan mín ;)
Þetta er um Marvalo fjölskylduna og það er hægt að sjá einhverjar (óksýrar) myndir á síðunni minni www.blog.central.is/sims-fan undir “September Blogg”

En hér kemur sagan
Þetta byjaði allt á feðginunum Paul&Tinu sem fluttu í Small-City (Nýtt hverfi, Big-City er bara fyrir Cooper aðila og fjölskyldur sem ég ætla að ná langt með)
En allvega…. Paul kenndi Tinu strax að labba, tala og nota koppinn svo fór hann að leita sér af konu til að geta sinnt Tinu með sér. Hann leitaði og leitaði en fann hvergi þá einu réttu [búin að reyna 5 konur] þegar allt í einu kemur kona skokkandi fram hjá húsinu hans sem hét Andrea Hogan (Maxis kona). Hún sér Tinu eina útá götu, tekur hana upp, fer með hana að húsinu og lætur Paul hafa hana. Paul vað strax hrifinn af henni og þakkaði henni fyrir og bauð henni útaf að borða. Andrea var ekki allveg á því og sagði nei. En Paul var nú ekki búinn að gefast upp heldur fann hann númerið hennar og hringdi í hana sama kvöldið og þau urðu mjög góðir vinir. Daginn eftir hringdi Paul í Nany og bað hana að passa Tinu meðan hann væri á stefnumóti með Andreu. Nany-in kom og Paul fór á taxanum að sækja Andreu og þau fóru á einn af ömurlegustu stöðum á bænum. Allt útí steinum og einn af þjónunum var vampíra sem reyndi seinna um kvöldið að bíta Andreu. Svo að þau flýttu sér bara á annan stað sem var skemmtistaður og dönsuðu til 02:00 því þá var Nany-in að fara heim og einhver þurfti að hugsa um Tinu.
Andrea kom með Paul heim og bjó til handa þeim Baked Alaska og gisti svo hjá honum.
Morguninneftir vaknaði Andrea við það að Tina var að gráta svo hún stóð upp og gaf henni að borða svo Paul gæti sofið aðeins lengur. Paul varð alveg yfir sig hrifinn af Andreu og ennþá meira þegar hann sá hvað hún og Tina náðu vel samam.
Hann bað Andreu að giftast sér og flytja inn og Andrea var meira en til í það. En giftingin myndi bíða því Andrea var ný búin að fá sér góða vinnu og var ekki til i að fórna henni strax fyrir e-h hjónaband og börn.
Andrea hélt áfram í vinnunni en tók sér samt einn frídag á miðvikudegi til að geta verið stödd í afmæli Tinu ;)
Rétt eftir að Tina varð Child ákváðu Andrea&Paul að nú ætti Paul að fara út að vinna og Andrea að vera heima, hugsa um Tinu og verða ólétt.
Eftir að þessi plön voru komin á hreint byrjaði Paul hjá löggunni og Andrea var heima og sá til þess að Tina hélt áfram að fá A+. Um kvöldið héldu þau uppá það að Paul hafði fengið sína fyrstu stöðuhækkun sama dag og það kvöld varð Andrea ólétt.
Það gekk allt mjög vel en hún ældi smá, varð veik að þirfti að liggja uppí rúmi í hálfan sólahring ;)

En núna í dag er Paul komin í level 8 í vinnunni
Andrea á þriðja degi óléttunnar
Og Tina ennþá með A+ og búin að eignast marga vini úr skólanum og hverfinu ;)


Angel