Ég var eitthvað að gramsa í tölvunni þegar ég fann þessa grein. Ég skrifaði hana áður en ég vissi af Sims2 og mér virðist hún vera nokkuð lík Sims2. Njótið vel:

Minn draumasimsleikur er einfaldur.

Fólkið stækkar og það er hægt að kaupa dót fyrir börnin, eins og barnavagn og fleira. Það væri hægt að hafa blokk og miklu fleiri hæðir en venjulega,eins margar hæðir og maður vill! Maður gæti látið simsinn sinn ferðast aftur í tímann og líka í framtíðina. Það væru til mjög margir dauðar eins og að deyja í bílslysi eða jafnvel vera myrtur.
Simsarnir gætu keypt bíl og fengið bílpróf. Það væru til spákonur sem spáðu fram í tímann og yfir sérhverjun simsi væru einhver örlög, eins og að örlög eins væru að hluta til að hann myndi deyja ungur og annars kannski að hann yrði samkynhneigður. Svo ef einhver ætlaði í frí þá væri hægt að velja land og keyra bara út á flugvöll til að ná flugvélinni. Maður gæti farið með Simsunum sínum í vinnuna eða skólann og ef það væri einhver sem væri heima gæti maður bara farið heim og svo aftur í vinnuna til hins simsinn og stjórnað honum þar. Konur myndu eignast börn og þau myndu fara á gelgjuskeiðið og fá kannski unglingaveikina. Svo væru til miklu fleiri húðlitir og það væru hægt að klippa sig og skipta um hárgreiðslu og svo myndi það vaxa aftur. Það væri hægt að þvo föt og simsarnir myndu ekki snúast í hring þegar þeir væru að skipta um föt heldur bara fara úr þeim og velja önnur. Ef simsarnir væru að tala myndi allt umhverfið hverfa og það kæmi bara hvítur skjár með texta meðan simsinn væri að tala. Ef krakkarnir eru að falla í skólanum myndu þeir samt ekki fara í herskóla. Í Create A Sims væri hægt að búa til nýfætt barn, leikskólabarn, krakka, ungling, fullorðinn og gamalt fólk. Það væri líka hægt að velja sérstakan hárlit og fleira. Litlir krakkar færu í leikskóla og svo væri líka til ísenskur simsleikur sem Ísland gæfi út og þá væri allt á íslensku og það væri bara Ísland, hægt væri að fara til Akureyrar og fleiri staða. Simsarnir gætu líka búið annars staðar en í Reykjavík, meira að segja sérstöku hverfi.

En því miður er ekki hægt að gefa út svona fullkominn leik og endilega komið með fleiri tillögur um fullkominn simsleik.(e.s. enska leikinn myndi ég kalla Sims Special en þann íslenska Sims Iceland)

Sem betur fer eigum við núna Sims2 til að stytta okkur stundirnar á löngum dögum.
Nothing will come from nothing, you know what they say!