Jamm þá er það að senda inn sögu af Tyru og fjölskyldu :)
Eins og ég sagði seinast þá vil ég biða þá sem hafa ekki áhuga á sims að ýta a back space takkann eða x-ið efst í hægra horninu.
Það verður engin lýsing því það er hægt að sjá myndir af þeim inná http://www.blog.central.is/sims-fan?page=viewPage&id=937982

En hér kemur svo sagan:
Eftir að Tyra&Mark höfðu útskrifast úr háskólanum ásamt Mike&Cörlu fluttu þau í stórt hús með tvíburana Emily og Steven
(Þau eignuðust Emily og Steven í háskólanum).
Þau byggðu húsið á tveim hæðum. Aðal rýmið var niðri en svefnherbergir krakkanna og efra klósettið var uppi.
Þau byrjuðu á því að byggja húsið og snéru sér svo að garðinum. Í honum voru fullt af blómum og eplarjám sem voru varin með rafmagnsgirðingu [sem var fljótlega tekin eftir að hafa næstum drepið Mark].
Allt húsið varð svo tilbúið og krakkarnir fengu sér herbergi hvor.

Emily var með allt bleikt
Steven var með allt grænt og allt útí “öpum”


Svo hélt Tyra af stað í verslurnarferð og keypti inn mat, aukaföt og teppi fyrir eldhúsið (í teppaverslun)
Þegar hún kom heim voru krakkarnir farnir í skólann og hún og Mark ákváðu þá að skemmta sér í fyrsta skiptið saman síðan þau byrjuðu í háskólanum [það var alltaf eitthvað með námið eða börnin sem kom í veg fyrir að þau gæti sleppt sér :S]
Þau opnuðu 2 vínflöskur og dönsuðu asnalegasta dans sem til var við útvarpið.
Fóru svo útí heitapott og töluðu um að eignast annað barn. Það voru tveir tímar þar til krakkarnir kæmu heim úr skólanum svo þau ákváðu að nota tímann til að búa til lítið systkini handa þeim ;o).
Eftir litla vöggu vísu (s.s. orðin ólétt) komu krakkarnir heim úr skólanum og höfðu fengið A+. Fyrir það voru hafðir hamborgarar í matinn og leift þeim að horfa á sjónvarpið til klukkan 10.
Nokkru seinna eignaðist Tyra litla stelpu sem fékk nafnið Hillary - Hillary Cooper
Hillary Cooper var mjög sæt og fékk endalausa athygli frá Tyru.
Mark ákvað að fá ser vinnu sem læknir og fékk strax 3 stöðuhækkanir, en Tyra var bara heima að sinna börnunum þrem. Tveim dögum eftir að Hillary fæddist komst Tyra að því að hún var aftur ólétt. En í þetta þriðja sinn fékk hún MIKLA morgun ógleði, ældi við hvert skipti og varð mjög oft “skyndilega þreytt”
Um kvöldið hafði Mark fengið 10 stöðuhækkunina og þau héldu uppá það með því að hafa kalkún og við matarborðið sagði Tyra frá því hvernig hennar útskrift hafði gengið.
Næstu tvo daga sökkti Tyra sér í ástarsögur og lét Mark sinna öllum 3 börnunum.
Emily og Steven fengu mikið af vinum heim og héldu náttfatapartý eitt kvöldið en það misheppnaðist svolítið því Emily pissaði undir.
Loksins kláraði Tyra svo bókina sína og fór að sinna börninum.
Seinna sama dag varð Hillary Toddler en engum var boðið því Tyra var kas-ólétt og vildi engin læti í kringum sig.
Mark kenndi Hillary að tala meðan Tyra sá um labbið og koppinn.
Tyra eignaðist svo sitt fjórða barn þessa sömu nótt meðan allir voru sofandi, en vöknuðu svo útaf öskrum.
Það varð stelpa (þriðja stelpan) og hún fékk nafnið Britney - Britney Cooper.
Í tilefni þessa nýja barnabarns keyptu Paris&Chad Cooper (mamma og pabbi Tyru) handa þeim nýjan bíl.
Rétt eftir fæðingu Britneyar fékk Hillary gubbu-pest og þurfti að sofa inni hjá foreldrum sínum og Britney var sett upp til Emilyar.
Emily og Steven héldu áfram að fá A+ og fengu leifi til að bjóða einum sameiginlegum vini í pulsu partý ;D og auðvitað völdu þau Marissu Cooper [dóttir Mike's sem er tvíburabróðir Tyru]
Ekki leið á löngu þar til yngsta barnið, Britney, varð toddler og nú var það Mark sem sá um að kenna henni allt nema að tala, Tyra sá um það.
Síðan varð breytt útliti Hillaryar svo að þær systur [Hillary&Britney] yrðu í eins kjólum með eins hárgreiðslu en bara ekki í sama lit.
Öllum syskinunum þótti vænt um hvort annað og Steven&Emily sáu mjög mikið um yngri systurnar.
Hillary og Britney þóttu líka mjög vænt um hvor aðra en það koma OFT fyrir að Britney reyndi að hrifsa hluti af eldri systur sinni, Hillar Cooper.

Er ekki kom lengra en nú er aðeis einn dagur í að Steven og Emily verða teen. og Hillary verði Child.
Svo eru 3 dagar í að Britney verði Child.
Sorry hvað myndin er órskýt ég þurfti bara að minka hana svo mikið ;D;D