Varúð: Enskuslettur og upplýsingar um tilraunir til barnfóstrumorða - kannski ekki fyrir viðkvæmar sálir =/

Þetta byrjaði þegar ég að spila uppáhalds fjölskylduna mína og mig langaði að ættleiða ungling en það er víst ekki hægt.

Þannig að ég bjó bara til aðra fjölskyldu sem var kona og unglingsdóttir hennar. Svo lét ég konuna flytja út og “sameinaði” unglingstelpuna við hina fjölskylduna (sem varð vesen útaf því að þá var hún ekki skráð sem fjölskyldumeðlimur heldur bara einhver sem bjó þarna, leigjandi t.d, þannig að þegar krakkarnir sem voru í fjölskyldunni urðu unglingar, varð strákurinn alveg þvílíkt hrifinn af henni sem var bara ógeðslegt því hún átti að vera svona stjúpsystir en jæja greyið hann, því hún á kærasta)

En svo ákvað ég að gera eitthvað með mömmuna, hana Donnu. Hún flutti í lítið hús og jæja segjum bara að hún sé svolítil drusla því hún var alltaf að hringja í svona “Matchmaker” þannig að hún var eiginlega með nýjum manni á hverjum degi.

Og hún varð ólétt og eignaðist strák sem var skírður Cyber og jæja ég hringdi á barnfóstru og lét hana bara hugsa um krakkann.
Svo varð hún aftur ólétt og var sá strákur skírður Dunly. Sama dag varð hún aftur ólétt og eftir það eignaðist hún dóttur sem hét Tulina.
Ætla að bæta við að ekkert barnið á sama pabbann.

En já ég var með ca. 5 barnfóstrur á heimilinu þannig að ég ákvað að *hóst hóst* losa mig við þær.

Lokaði þær inni í einhverri girðingu og jæja það lokaðist líka einhver krakki þarna með sem var í heimsókn og við getum nú sagt að það hafi “óvart” kviknað í þarna hjá þessum fóstrum í girðingunni.
*ég með svona EVIL svip á andlitinu; “excelent” eins og Mr. Burns segir*

Svo byrjaði eldurinn að dreyfast en neinei þessar barnfóstrur löbbuðu bara í gegnum hann og engin þarna dó, nema krakkinn sem ég lokaði óvart þarna inni. Þannig að Cyber fékk algjörlega taugaáfall því að þessi krakki var eini vinur hans.
Þannig að þegar eldurinn slokknaði þá ákvað ég bara að leyfa greyið barnfóstrunum að fara heim. Og þá voru krakkarnir farnir í skólann.
En auðvitað þurfti eitthvað meira að gerast.
Það kveiknaði í aftur og þá þurfti heimska konan hún Donna að deyja og enginn til að hjálpa henni. Meira segja Goopy GilsCarbo sem stóð þarna á lóðinni (hann er einn af elskendum hennar) gerði ekki neitt. Bara horfði á hana deyja allt í góðu með það. Og svo fór hann.

Síðan komu strákarnir heim og þeir voru nú ekkert sárir, hún var hvort sem ekkert búnað hugsa um þá. En þá notaði ég svindl til að gera Cyber fullorðinn og ná í eitthvað tæki þar sem maður endurlífgar þá dauðu. Og þá endurlífgaði ég Donnu og strákinn þarna sem dó og nú er hann partur af fjölskyldunni.
Og um leið og Donna lifnaði aftur við fékk hún stærri maga (sem þýðir að hún er ólétt - aftur).

Og ég er ekki búin að gera meira við þetta fólk. Já og Donna heitir því dásamlega nafni Donna Gie þannig að ef maður skiptir um fyrstu tvo stafina í nafninu heitir hún Gonna Die.

Ef einhver las þetta vil ég þakka honum fyrir að eyða sínum tíma í það =)
~bollasúpa