Laura Daniels var fullorðin kona með brúnt hár, sett upp í hátt tagl, hún málaði sig hæfilega mikið og æfði einu sinni á dag.
Hún flutti í Pleasantwiew með von um elskhuga…en eignaðist þrjá.
Sá fyrsti var Nicholas, svartur á hörund með græn sólgleraugu og stuttklippt svart hár.
Hún fór á stefnumót með honum og þar var sko glatt á hjalla…þau fóru í ástarheitapottinn saman og áttu draumastefnumót. Laura varð strax ástfanginn og taldi sig hafa fundið draumamanninn.
Nicholas skildi eftir búnt af rauðum rósum og kort fyrir utan dyrnar áður en hann fór um morguninn.
Svo hitti Laura Mitch…hún gat ekki staðist að fara á stefnumót með honum og hann þáði boðið.
Mitch var líka svartur á hörund, með stutt svart hár og bláa derhúfu í stíl við blá búninginn hans…hann var bílstjóri fyrir Groceries.hf.
Þau fóru í ástarheitapottinn og alveg óvart varð Laura ólétt. Laura fattaði auðvitað ekkert strax.
Hún og Mitch urðu yfir sig ástfangin af hvort öðru og Mitch skildi líka eftir blómvönd.
Síðan varð Laura leið á Mitch og Nicholas og vantaði nýjann mann inní líf sitt. Hún hringdi í sígaunakonuna sem hét líka Laura og bað um aðstoð.
Laura (sígaunakonan) kom til hennar í heimsókn, Laura bað um blint stefnumót og fékk það.
Þá birtist Count Kevin, sem var vampíra.
Hann var ógnvekjandi með stórar vígtennur og blóðrautt hár.
Laura leiddi það hjá sér og þau urðu bestu vinir…síðan enduðu þau -auðvitað- í ástarheitapottinum og þau keluðu þar alla nóttina.
Hún varð svo hrifin af Kevin að hún bauð honum að flytja inn. Hann flutti inn til hennar og bjó þar í nokkrurn tíma.
En einn daginn gat Kevin ekki staðist mátið…hann beit Lauru í hálsinn og hún varð líka vampíra!!
Laura var ekkert sérstaklega ánægð en fyrirgaf þó Kevin. Hún litaði hárið á sér bleikt og skipti um hárgreiðslu, hún klippti hárið þannig að það náði bara rétt niður að eyrum.
svo málaði hún sig í stíl, setti á sig bleikan varalit og teiknaði svarta línu við augun.
Þeim skötuhjúunum leið vel og þau sváfu í líkkistum yfir daginn.
Kevin ákvað að biðja Lauru um að giftast sér. Laura sagði já þrátt fyrir hræðslu við skuldbindingu…skildi hún geta skuldbint sig við einn mann?
Laura ákvað að sipta algjörlega um lífstíl til að geta verið Kevin trú. Hún ákvað að skipta um aspiration, í staðinn fyrir að vera rómantísk þá ákvað hún að vilja eignast fjölskyldu.
Lauru leið miklu betur, hún vildi ekki lengur vera vampíra. Hún keypti töfralyf fyrir sig og Kevin sem gerði þau mennsk á ný. Hún drakk drykkinn og varð aftur jafnfögur og hún hafði verið.
Hún sagði Kevin að honum myndi líka líða betur ef hann drykki drykkinn og að lokum féllst hann á það.
Laura litaði hárið ljóst og fékk sér síðara hár sem náði niður að öxlum.
Kevin skipti um greiðslu og keypti fullt af nýjum fötum.
Lauru leið miklu betur og var nú alveg við það að fæða barnið hans Mitch.
Kevin hélt að hann ætti barnið og beið fæðingarinnar með eftirvæntingu.
Að lokum fékk Laura hríðir og fæddi lítinn svartann strák sem hún skírði Dominic.
Kevin var reiður en fyrirgaf Lauru þó og ákvað að líta á Dominic sem hluta af fjölskyldunni.
Loks ákváðu Laura og Kevin að halda brúðkaup, nú þegar Dominic var fæddur.
Þau settu upp blómahlið og skreyttu garðinn með blöðrum, þau keyptu brúðkaupstertu og kampavín.
Svo hringdi Laura í Nicholas og Mitch og bauð þeim í brúðkaupið.
Þeir komu en þeir voru reiðir þegar þeir sáu hvað var á seyði.
Þeir öskruðu á Lauru þegar þeir sáu hana kyssa Kevin.
Laura jafnaði sig þó og hún og Kevin giftust undur blómsveignum.
Hún sagði Nicholas og Mitch að fara. Nicholas fór strax en Mitch læddist uppá efri hæðina.
Mitch tók Dominc uppúr rimlarúminu sínu og kvaddi hann í fyrsta og síðasta skiptið.
Síðan hljóp hann burt.
Mitch og Laura gengu frá eftir brúðkaupið og lífið gekk sinn vanagang.
Dominic óx hratt og fyrr en varði var hann orðinn þriggja ára.
Kevin og Lauru leið vel og Laura vonaðist eftir örðu barni.
Kevin hafði gengið Dominic í föðursstað og þeir voru perluvinir.
En eitt kvöldið ákváðu Kevin og Laura að slappa af í heitapottinum. Þau fóru ofaní og kysstust.
En þegar Kevin fór að breiða aftur yfir Dominic þá rakst hann á þrjá vendi af rauðum rósum.
Hann las á kortin og á þeim stóð:

Kæra Laura
Ég vissi ekki að neinir tveir einstaklingar gætu átt slíkar stundir saman.
Hver sekúnda lyktar betur en þessi blóm.

Svo stóð Mitch, Nicholas og Kevin neðst.
Kevin varð bálreiður. Hann grét og fór svo og löðrungaði Lauru.
Laura reyndi að útskýra en hann vildi ekki hlusta heldur réðst á hana.
Kevin vann slaginn og Laura var sár.
Hún reyndi að útskýra fyrir honum að þessir vendir væru frá gömlum stefnumótum sem hún hafði farið á áður en þau byrjuðu saman en Kevin misskildi allt.
Laura henti öllum vöndunum og hjónabandið var næstum því farið í vaskinn.
Svo skildi Kevin alltíeinu, hann bað Lauru afsökunar og með tímanum urðu þau ástfangin.
Núna er Laura ófrísk að barni þeirra hjóna og þau vonast eftir tvíburum.


Ja, þetta er fjölskyldan sem ég var að leika mér í í gær. Endilega skrifið comment