Jólafjölskyldan mín ; eða líka saga í keppnina..

—–

Ath!
1) Ég Downloada dálítið mikið fyrir sims þannig að ekki allir hlutirnir [D: Jólastré] eru í ykkar sims leik.
2) Dagarnir eru búnir til hjá mér.. eins og ég segji bara að það sé Aðfangadagur eða Jóladagur eða eitthvað þannig.
3) Ég læt þetta vera eins og jól hjá okkur [D: Tim opnar ekki jólagjafir fyrr en klukkan sex].
4) Notað er við svindl í þessari fjölskyldu.
5) Sumar jólagjafir, eins og Tims, breyti ég nöfnum á. [D: það er hægt að kaupa sims leik útí búð en það er hægt að breyta nafninu í sögunni, eins og ég geri.]

—–

Jólafjölskyldan mín er Pixbatune fólkið.

Þar eru þau Harry og konan hans Fiona. Þau eiga Tim sem er á unglingsaldri. Og svo er Fiona einnig ólétt.

Þau Harry og Fiona eiga heima í tveggja hæða húsi sem er einhvers staðar í miðjum Veronaville. Húsið er ekkert það stórt en er nóg fyrir þrjár manneskjur þó.

Harry er búinn að kaupa jólatré sem er mjög stórt, nokkrir simsmetrar, og margir pakkar komnir undir það þar sem það er nú 23. Desember. Jebb.. pakkarnir streyma að.. sérstaklega til Tim þar sem hann er einkabarn, en ekki mikið lengur..! Pixbatune fólkið nennir ekki að geyma gjafir og setur þær því bara undir tréð strax 21. Desember..!

Ég segji sögurnar eins og þau séu að segja frá einhverju sem gerðist einhvern tímann.

—–

*Þorláksmessa*

~ Harry ~ 23. ~
Ég vaknaði við það að Fiona var að æla.. æji greyjið.. en ég bjó þá bara til pönnukökur handa henni.. henni leið betur við þær, eins og vanalega. Ég fór svo og gerði morgunleikfimina, eða jóga. Svo fór ég í vinnuna.. ég var Náttúrufræðingur.. eða þá í vinnunni var ég “Unnatural Crossbreeder”.. Hins vegar.. þegar ég kom heim þá fékk ég stöðuhækkun og er nú orðinn “Dinosaur Cloner”!! en ég fór svo, af því að mig vantaði skills, að tefla. Svo var kveldmatur og ég át hann, fór í sturtu og aðeins að míga svo.. en svo bara strax í háttinn.. Góða nótt..

~ Fiona ~ 23. ~
Ég vaknaði um morguninn til þess að æla.. já.. fúlt.. en þegar ég var komin inní eldhús var elskulegi Harry minn búinn að gera pönnukökur. Ég át þær með bestu lyst. Svo fór ég bara í mína vanalegu morgunsturtu og svo að vekja Tim. Hann þurfti að fara í skólann. Ég gaf honum morgunmat og svo fór hann bara strax í skólann. Og svo klukkutíma seinna var Harry búinn í jóganu og þá kyssti hann mig og fór svo strax í vinnu. Ég er annars heimavinnandi húsmóðir. Ég skrifa bréf til vina minna, les bækur, býð vinkonum yfir í saumaklúbb og bara.. svona týpísk eiginkona og móðir. Ég fór nú samt strax að skrifa bréf til Gail vinkonu, svo að lesa bók –svo kom Tim heim-, og svo í jóga. Þangað til að Harry kom heim. Þá fór hann reyndar bara að tefla.. þannig ég fór að hafa til kveldmatinn, þar sem það var nú Þorláksmessa þá ákvað ég að hafa Grísakótelettur. Eiginlega strax á eftir fór ég að sofa.

~ Tim ~ 23. ~
Í morgun vaknaði ég við að mamma vakti mig og gaf mér cerios. Ég fór í skólann, kom svo heim og gerði heimavinnuna mína.. hringdi svo í Alexander, vin minn, og bauð honum yfir og við fórum í leikjatölvuna mína.. svo fór hann.. þá fór ég og gerði æfingar svo sem fótliftur, armliftur og meira.. svo var bara kominn kveldmatur, við fengum Grísakótelettur.. mm.. nammi nammi namm.. svo fór ég í tövluna eftir matinn og var í henni í svona um það bil 3 klukkutíma.. svo að lyfta aðeins meira lóðum.. og svo bara í sturtu og svo beint að sofa.

*Aðfangadagur Jóla*

~ Harry ~ 24. ~
Ég vaknaði snemma og setti gjöfina hans Tim undir jólatréð. Sem betur fer var hann ekki vaknaður. En hann verður samt örugglega ekki eins kátur og þegar hann var lítill.. hann er orðinn unglingur! Árin líða fljótt.. en allavega.. Ég og Fiona fórum svo saman og fengum okkur “Omelets” í morgunmat.. mm það var gott.. en svo fórum við og gerðum jóga saman þangað til klukkan tólf, þá vaknaði Tim. Hann var að fara í gjafirnar en við vildum bíða þangað til klukkan sex. Hann var fúll og fór að lyfta lóðum. En Fionu var farið að líða illa. Ég tók eftir að hún ældi mikið og svona. En ég tók mér frí í vinnunni eins og þið sjáið.. Tim fékk frí í skólanum líka. En ég fór að tefla því mig vantaði skill. Svo var klukkan hálf sex. Við fórum að trénu og Tim beið spenntur. Klukkan nákvæmlega sex átti hann að fá sína gjöf. En.. Hún Fiona var að eignast barn. Tim opnaði samt gjöfina og varð mjög ánægður, betri og nýrri leikjatalva. En nú er ekki tími fyrir gjafir heldur nýtt barn! Það kom í ljós að þetta var stelpa. Hún heitir Faith. Litla telpan mín.. það sem eftir var kvöldsins var að við borðuðum mat, “Turkey” og eftirmat “Gelatin” og lékum við litlu, nýju telpuna, Faith.

~ Fiona ~ 24. ~
Ég vaknaði þegar Harry var að setja gjöfina hans Tim undir jólatréð. Við fórum svo og fengum okkur góðan morgunverð, því það er nú Aðfangadagur. Við fengum okkur “Omelets” sem voru mjööög góðar! Svo fórum við Harry minn í jóga og vorum alveg þangað til Tim vaknaði, klukkan tólf, við leyfðum honum að sofa út. Hann ætlaði strax að opna gjöfina sína þegar við Harry stoppuðum hann. Tim var fúll og fór að lóðunum sínum. Hann vill greinilega ganga í augun á stelpum! En svo fékk ég mér smákökur og strax á eftir þurfti ég að æla. Og svo að pissa. Og svo meira æla. Mér leið ekki vel. Harry sleppti vinnu og Tim skólanum. Það er allavega gott að þurfa ekki að vera ein heima! Svo fór ég að taka til og þurka af og svona.. hringdi í vinkonur og bauð þeim gleðileg jól og svonna. Svo klukkan hálf sex þegar allt varð orðið hreint og fínt fórum við að trénu. Svo bara leið engin stund þegar klukkan var sex og Tim opnaði gjöfina sína en um leið fékk ég hríðir! Á endanum eignuðumst við litla telpu sem við köllum Faith. Faith Pixbatune.. en flott nafn. Eftir fæðinguna fengum við okkur “Turkey” og svo í eftirmat var “Gelatin”. Svo bara fórum við öll að knúsast í Fatih litlu Pixbatune.

~ Tim ~ 24. ~
Klukkan var 12 á Aðfangadegi.. það merkir.. GJAFIR!! Vúhú! Ég hljóp inn í stofu og ætlaði að fara að rífa gjafirnar í tætlur þegar að pabbi og mamma stoppuðu mig.. dj*fu** varð ég svekktur! Ég fór strax að lyfta lóðunum mínum og viti menn.. ég er kominn með 10 body skill! En alla vega. Ég hringdi svo í Alexander og við ákvaðum að hittast heima hjá mér að skiptast á gjöfum. Ég fór bara í tölvuna og svo kom hann. Hann gaf mér GTA og ég gaf honum myndasögu blöð, hann er með æði skillru.. allavega.. svo fór hann eilla bara strax. En þegar ég kom fram á gang var mamma að æla á fullu.. aumingja hún. En.. svo fór ég bara í tölvuna. Klukkan varð svo hálf sex og ég fór að trénu. Ég mátti ekki opna pakkana fyrr en akkúrat klukkan sex, því miður. En um leið og ég byrja að opna hann þá fær mamma hríðir! Típískt! En any way.. ég fékk leikjatölvuna sem mig langaði í.. Jess! En svo var mamma hríðir líka. Svo kom í ljós að ég hafi eignast litla systur. Mömmu og pabba leist á nafnið Faith. Mér líka. Svo.. litla systir mín heitir víst Faith. Faith.