Davenham-fjölskyldan Einu sinni var kona sem hét Wendy Davenham. Hún var með ljóst hár og stór blá augu. Hún flutti í lítið hús í Pleasantville-hverfinu.

Eftir smátíma, ákvað hún að fá sér vinnu sem læknir. Hún byrjaði mjög neðarlega (ég held alveg neðst). En hún var dugleg í vinnunni og fékk þrjár stöðuhækkanir. Þá kynnist hún manni sem hét John Burgundy. Wendy hitti hann alltaf eftir vinnu og þegar hún var ekki að læra. Þau urðu mjög fljótt ástfangin.

Svo fékk Wendy enn aðra stöðuhækkun. Þá fór hún að einbeita sér meira að vinnuni, en að John. Wendy og John höfðu fjarlægst og Wendy leið mjög illa yfir því. En hún hélt áfram að vinna sér inn skill point-in sem hún þurfti fyrir vinnuna. Svo leið ekki á löngu áður en hún var komin með síðustu stöðuhækkunina. Þá fór hún niður í bæ að versla inn fyrir heimilið og kaupa sér föt.

Þá sá hún John halda fram hjá sér! Hún rauk að John og sló hann, síðan fékk hún sér leigubíl og fór heim. Wendy leið mjög illa næstu daga. Hún og John hittust ekki aftur eftir þetta.

En Wendy hélt áfram og var bráðum búin að safna sér inn milum peningum. Þá flutti hún í stórt og flott hús og keypti mikið af flottum húsgögnum inn í það. Þá ákvað hún að það væri kannski kominn tími til gifta sig og eignast börn. En hún átti bara örfáa daga eftir í að verða gömul, þannig að það var orðið of seint að eignast börn. Þá ákvað hún að ættleiða.

Nokkrum dögum seinna kom Social Worker-inn með litla stelpu, sem Wendy ákvað að skíra Kristen. Wendy réð barnfóstru, sem sá um að þrífa heimilið og passa Kristen. En Wendy kenndi alltaf Kristen að tala, labba og pissa í klósettið þegar hún var heima. Eftir að Kristen fór frá ungbarni og upp í smábarn, varð Wendy gömul. En hún var samt ennþá falleg og aðlaðandi.

Skömmu seinna óx Kristen úr smábarni og upp í “venjulegt” barn. Wendy vildi þá endilega senda Kristen í einkaskóla og bauð skólameistaranum heim til sín. Hún sýndi honum húsið og hann varð mjög hrifinn. Hún hafði eldað lax, og skólameistaranum líkað maturinn. Honum féll líka vel að Wendy (kannski aðeins of vel) og Wendy daðraði við hann, og talaði um skólann, vinnuna og peninga.

Seinna um kvöldið samþykkti skólameistarinn að hleypa Kristen inn í skólann. Kristen varð afbragðsnemandi og fékk alltaf A+.

Seinna meir giftist Wendy skólameistaranum (sem hét Robert Larssen, en ég notaði eftirnafn Wendy).

Þá ættleiddi Wendy annað barn. Það var stelpa sem hét Claire.


–Framhald seinna—