Í þessari grein ætla ég að skrifa um eina af mínum mörgu fjölskyldum í Sims 2. Eins og nafnið gefur til kynna þá heitir fjölskyldan Anderson.

Það byrjaði þannig að ég bjó til mann sem ég skírði Ron. Ég gerði hann með “Family Asparation”. Hann var með svart hár, ljósblá augu og sólbrúnn. (hann var nátturlega ekki sólbrúnn í bókstaflegri merkingu, hann var næstbrúnastur). Semsagt mjög fallegur maður. Hann flutti inn í lítið hús á tveimur hæðum. Ron fékk fljótt vinnu sem íþróttamaður. Hann byrjaði sem “Team Mascot”. Hann var það ekki lengi þar sem að ég lét hann, daginn áður en bíllinn kom, fá mikið af Body Skill Point. En á degi númer tvö fékk hann stöðuhækkun og það kom rúta að ná í hann í vinnuna, en ekki ljóta brakið sem kom að ná í hann þegar hann byrjaði.


En eftir að hann hafði fengið aðra stöðuhækkun, fannst Ron honum vera soldið einmana. Hann hitti Dinu Caliente-Goth á Spjallrás. Þau spjölluðu saman lengi. Daginn eftir, þegar hann var búinn að vinna, þá hringdi hann í hana og þau töluðu lengi saman. Þau urðu vinir í gegnum símann og Ron bauð henni til sín. Þau döðruðu aðeins, en daðrið varð að lönum faðmlögum og löngu faðmlögin urðu að löngum kossum. Þau urðu bestu vinir en svo fannst Dinu vera kominn tími til að fara halda heim til barnanna sinni og manns.

Næsta dag átti Ron frí og hringdi aftur í Dinu. Hún kom yfir til hans og þau héldu áfram að daðra og kyssat. Síðan varð Dina ástfangin af Ron. Eftir smástund varð Ron líka ástfanginn af henni. Þau fóru upp í herbergið hans Ron og gerðu WooHoo.

Eftir það kom Dina til Ron á hverjum degi eftir vinnu. Það var alltaf það sama hjá þeim; kossar og gert WooHoo og síðan fór Dina heim til að sjá um tvíburana sína.


Ekki leið á löngu þar til að Ron vildi fara í alvöru samband og skuldbinda sig. Hann hætti með Dinu.

Eftir smá hjartasorg, kom Ron einn daginn heim úr vinnuni sem vin með sér. Það var kona að nafni Jan Tellerman. Þau döðruðu og kysstust og urðu ástfangin. Þá flutti Jan inn til Ron. Ron til mikilla vonbrigða var Jan með “Romance Asparation” og vildi hvorki skuldbinda sig né eignast börn. Ron ákvað samt að búa með Jan og sjá hvort að tímninn breytti ekki skoðunum Jan á að stofna fjölskyldu.

En Jan og skoðanir hennar breyttust ekki. Þannig að á endanum flutti Jan út.

Ron var í ástarsorg í smá tíma. En svo vildi þannig til að hann pantaði “Groceries” og fékk þær sendar til sín. Mjög falleg kona, sem hét Marylena, kom með þær. Hún var grönn, ljóshærð, með ljósblá augu og var mjög brún (samt ekki svertingi, bara “sólbrún”). Ron gerði smá “Chat” við hana og gaf henni þjórfé, til að hann gæti hringt í hana. Svo fór Marylena og Ron setti matvörurnar í ísskápinn. Eftir kvöldmatinn hringdi Ron í hana og þau töluðu saman í marga klukkutíma. Ron kvaddi síðan og fór í háttinn. Daginn eftir fékk hann aðra stöðuhækkun og var kominn með mjög góð laun. Þá urðu hann og Marylena bestu vinir.

Svo varð Ron mjög ástfanginn af Marylenu og hún varð mjög ástfangin af honum. Þau gerðu WooHoo og svo fór Marylena heim.

Daginn eftir fékk hann aðra stöðuhækkun, og þar með enn hærri laun. Þá ákvað hann að biðja Marylenu um að flytja inn til sín. Hún varð mjög glöð og samþykkti það strax í fyrtsu tilraun.

Marylena átti mikið af Charisma, Creativity og Logic Skill Point-um og fékk ágætis vinnu í Buisness Career. Hún fékk nokkrar stöðuhækkanir og fljótt áttu hún og Ron nóga peninga til að kaupa hús.

Þau fluttu inn í stórt og fallegt hús. Svo bað Ron Marylenu um að giftast sér. Þau voru semsagt trúlofuð. Þau fengu bæði fleiri stöðuhækkanir.

Þegar þau voru búin að safna meiri pening (komin með 100.000 simoleons) gerðu þau “Try for a baby”. Marylena varð mjög veik og ældi, sérstaklega á morgnana. Húnn fékk síðan kúlu númer eitt og fékk þar með frí í vinnuni. Ron fór í vinnuna og fékk lokastöðuhækkunina og var orðinn frægur íþróttamaður.

Ron og Marylena giftu sig þegar hún fékk kúlu númer tvö. Þau voru voða hamingjusöm og gátu varla beðið eftir barninu. Þau gerðu strax barnaherbergi og höfðu allt gult.

Um nóttina fæddi Marylena stelpu, sem hafði svarta hár föður síns og sama bláa augnlit og Marylena og Ron höfðu. Þau skírðu hana Sherri.

Ron var heima með Sherri en Marylena hélt áfram að vinna til að fá lokastöðuhækkunina og safna pening til að Sherri myndi fá nógan arf þegar Marylena og Ron myndu deyja.

Sherri varð síðan toddler. Á dögunum sem bæði Ron og Marylena voru í vinnuni fengu þau barnfóstru.

En þegar Ron var ekki að vinna en Marylena var alltaf að vinna, þá varð Ron eimana. Það var orðið langt síðan þau höfðu gert WooHoo. Svo að Ron byrjaði að halda fram hjá Marylenu með pizzusendlinum, sem hét Caroline.

Einn daginn þegar Marylena kom óvenju snemma heim úr vinnuni þá kom hún að þeim.

Hún varð voða sár og grét mikið. Hún ákvað samt að fyrirgefa Ron, vegna Sherri. Eftir það varð Ron gamall.

Svo var Sherri barn. Hún ákvað að hún vildi verða frægur íþróttamaður eins og pabbi hennar.

Hún komst inn í einkaskóla og er alltaf með A+. Hún notar líka golfvöll móður sinnar til að safna Charmisma Skill, sem hún þarf á að halda ef hún ætlar að slá í gegn.


Nú er Ron yfirleitt heima með Sherri, nem þrjá daga í viku, þá er hann að vinna.

Marylena vinnur mjög mikið þar sem að hún er aðeins einni eða tveimur stöðum frá lokastöðuhækkuninni. Hún er President.

Og Sherri reynir að safna skillinu sem hún þarf í íþróttabransann, til að vera vel undirbúin þegar hún verður fullorðin.


Það kemur alveg örugglega framhald.