Eftir að hafa flutt til smábæjarins Maradoska(bjói hann til sjálf) var Helen Amundsen ákveðin í einu: Að sýna foreldrum hennar að hún þyrfti ekki menntun til að standa sig vel í lífinu. Eftir að hafa keypt húsið sitt byrjaði Helen að prófa hin ýmsu störf, svona rétt á meðan hún var að ákveða hvað hún vildi virkilega vinna við. Eftir mikla umhugsun komst hún að þeirri niðurstöðu að allar þessar “heiðarlegu” vinnur væru ekki nógu spennandi og fjölbreytilegar. Hún ákvað að gerast þjófur. Þar fann hún köllun sína, þetta var spennandi, skemmtilegt og vel borgað á sama tíma. Og þar kynntist hún þessum heillandi manni að nafni Benjamin Long. Hún ákvað einn daginn að bjóða honum heim, og henni til mikillar undrunar þáði hann það. Hún varð hrifnari af hinum með hverjum deginum og á endanum stóðst hún ekki mátinn og kyssti hann. Benjamin tók því vel og sagðist líka vera hrifinn af henni. Þau ntrúlofuðu sig og giftust, sannfærð um að þeim væri ætlað að vera saman. Nokkrum dögum eftir giftinguna þá gerði Helen þau mistök í vinnuni að dyljast ekki nógu vel og nágranni hennar(og eitt fórnarlamb hennar) bar kennsl á hana. Trylltur af reiði fékk hann nokkkur önnur fórnarlömb til að ráðist inn til Helen og Benjamins. Helen sá ekki aðra leið færa enn að skjóta fólkið til bana. Eftir að hafa legið sárþjáð að verönd Amunsens-fólksins kom dauðinn loksinns að safna þeim saman. Hann virtist samt hafa einhvern áhuga á Helen og Benjamin og þeim varð ómótt. Daginn eftir kom skýringin: Þau voru ólétt eftir dauðann! Benjamin og Helen tóku þessu nokkuð vel, enda hafði þeim báðum langað í börn. En þá dundi ógæfan yfir. Kvöldið fyrir fæðingu barnanna ákvað Benni að fá sér miðnætursnarl. Draugarnir voru reiðir þeim og ákváðu að hefna sín. Þeir birtust Benna hver af öðrum uns hann fékk hjartaáfall og dó. Sorg Helenu var mikil en daginn eftir fékk hún nýjann mann í lífið sitt: nefnilega litla strákinn hennar, hann Sindra. Hú var ákveðinn í að verða góð móðir og standa sig í “vinnunni” og það gekk allt mjög vel. Sindri dafnaði og komst yfir hverja hindrun. Þegar Sindri varð unglingur gat Helen einbeitt sér að fullum krafti að vinnunni. Og það borgaði sig. Hún varð Criminal Mastermind á stuttum tíma og hafði með því uppfyllt lífsmarkmið sitt. En nú vantaði henni eithvað nýtt að hafast við. Hún ákvað eftir mikla umhugsun að ættleiða barn. Henni var leyft að og daginn eftir kom kona frá ættleiðingarstofnunninni með strákin Dickson. Hann varð strax hændur að henni…….

Ég er ekki kominn lengra en ég vona að þið hafið ekki dáið úr leiðindum yfir þessum lestri :)