Að eiga barn virðist vera mjög erfitt fyrir suma simsa og að halda barninu eða foreldrunum virðist eining vera erfitt.

En nú er kominn bæklingur um þetta einstaka tímabil (Bæði fyrir karla og konur ;)). Því miður getur hann ekki verið 100% því ekki eru allir með eins fjölskyldu hagi.

Frá hugmynd að veruleika:
kk.+kvk.=
Fyrir þá sem vilja eignast barn verðið þið að vera fremur ástfanginn og aldurstakmark er ‘adult’ og eldri.
Svo er að koma sér upp í tvíbreitt rúm (Woohoo krefst mikils pláss og ekki er ráðlagt að stunda það í einbreiðu rúmi) og dúllast smá áður en að velja ‘Try for a baby’. Því miður er ekki vitað hvað gerist undir sænginni (giskað er á að spila eða kitlstríð) svo þið verðið bara að finna það út.
Búast má við barni ef lítið lag heyrist þegar þið komið undan sænginni.

Kk.= Ef þið karlarnir viljið eignast barn og fæða er ráðlagt að kaupa dýrasta stjörnukíkinn sem til er og fara að skoða stjörnurnar í von um að geimverur komi og ‘pikki’ ykkur upp.
Því miður er ekki vitað hvað gerist í geimskipinu en ég held að geimverurnar séu þaulvanar svo ekki þarf að örvænta.

kk+kk/kvk+kvk= Erm bara ættleiðing…

Er ég orðinn ólétt/ur? Hvað gerist meira?

Fyrstu merki um barn í maganum er ógleði, mun meiri svengd og þreyta.
Ráðlagt er að slaka á, biðja maka um að elda eða panta pizzu. Bað og að slaka á í rúminu er mjög þægilegt.

Önnur merki eru að maginn stækkar ofurlítið. Þá eruð þið send í frí úr vinnunni og fáið önnur föt.
Nú er ráðlagt að SLAKA Á. Pantið pizzur eða látið makann elda. Farið oft í bað og lesið uppi í rúmi.

Þriðju og seinustu merki óléttu er að maginn verður enn stærri.
Þið eruð ekki að fitna og borðið góðann mat, enn og aftur eldaðann af maka eða pantið pizzur.
Slakið á eins og ég er búinn að nöldra um í seinustu köflunum.

Athugið:
1. Nokkur foreldri segja að gott sé að láta sér líða mjög vel og stunda hugleiðslu yfir tímabilið sem barnið er í maganum. Til þess þarf þrjá gráður í ‘logic’
2 Fyrir barn elska foreldra er hægt að hafa makkarónu kúr og/eða borða kexkökur (cookies ^.^)


Fæðing:
Í þennan kafla þarf engar upplýsingar. Þið vitið hvað er að gerast þegar hríðarnar byrja.

[1] Ungbarnið
Litli svarti /miðlungs /hvíti/ græni engillinn ykkar þarf ekki svo mikla athygli.
Mjög gott ráð er að skipta ‘vöktum’ svo meðan annað foreldrið hugsar um barnið noti hitt foreldrið tímann í að borða, sofa og/eða leika sér og svo skipta.
Aðal atriðið er í raun að fylgjast með glugganum sem sýnir grænt/gult/rautt og þegar glugginn verður gulur er eitthvað að. Ef grænn reykur og fýla kemur frá bleiu barnsins þarf að skipta á því, annars er það svangt.

[2] Litli gaurinn /gellan
Toddler er eitt nafn þessa tímabils sem mun annaðhvort drepa þig eða styrkja.
Gott ráð sem ég heyrði var að aldrei láta þarfir barnsins fara niður fyrir helming fyrir utan svefninn.
Gott er að nota vaktar ráðið á þetta tímabil líka.
Smart milk er mjög sniðug mjólk og getur hjálpað mjög mikið. Blandið hana í gold eða platium svo að hún verði ljósgræn.

Í byrjun er sniðugt að vera í platium og láta barnið vera næstum að pissa á sig, setja á sig ljósaperuhattinn (thinking cap), gefa barninnu smart milk (ekki svo mikla að það pissi á sig) og á koppinn (með barnið). Annað hvort lærir það á koppinn í þetta skiptið eða í næsta.

Munið bara að þegar þið takist á við barnið verið útsofinn og södd.

Athugið:
Ekki gefa barninu Smart Milk ef flaskann glóir rauðu ljósi! Það lætur barnið læra hluti hægar.
Mælt er með kanínu hausnum sem leikfang fyrir börn.
Smart Milk má nota við að kenna toddlerunum næstum allt nema að ganga. Smart Milk hægir á göngukennslunni.
Notið Smart milk, börnunum mun ganga betur að læra hluti og gengur betur í skólanum.