Ég er að reyna að gera geggt stórt ættartré! ég byrjaði á því að gera eina fjölskyldu: The Wilson family. Það var kall og kona og ég lét þau eignast barn. Konan hét Julia, kallinn hét Tom og barnið hét Lisa. Lisa lærði að labba, tala og varð potty trainuð. Julia var í buisness career og Tom í Science career. Þau lifðu bara eðlilegu lífi og svo varð lísa að child og sama dag náði Julia toppnum á buisness careerinum. Þau héldu stóra afmælisveislu og öllum leið bara mjög vel. Þegar Lisa var orðin fullorðin voru Julia og Tom orðin elder. Lisa var fljót að ná sér í mann, hann Gregory (bjó hann til). Þau giftust og eignuðust lítinn strák sem var algjör proffi. Hann hét Harry. Hann komst inní einkaskóla og fékk alltaf A+. Þegar Harry var orðinn unglingur dóu amma hans og afi. Harry áttu erfitt með að ná sér í stelpu. Það voru bara nokkrir dagar þangað til að hann varð fullorðinn og hann var ekki ennþá búinn að fá fyrsta kossinn. Einn daginn dó pabbi hans (Gregory) í eldsvoða og allir urðu mjög leiðir. Svo kom dagurinn sem Harry kom með stelpu heim úr skólanum (Elisabeth). Þau eyddu öllum frítímanum saman og Harry var hættur að læra heima og einkunnirnar voru farnar að slakna. Þegar Harry varð fullorðinn flutti hann í nýtt hús. Enn og aftur átti hann í erfiðleikum með að finna sér konur, þannig að hann fór að snúa sér að köllunum. Hann var með bleikt hjarta á mjög mörgum köllum og áttaði hann sig þá á því að hann var hommi!!. Hann hitti þennan frábæra mann (Will). Hann var mjög ríkur og þeir lifðu vel. Þeim fannst kominn tími til að taka sambandið aðeins lengra og ákváðu að hafa lítið sætt garðbrúðkaup sem aðeins Lisa (mamma Harrys) kom í. Daginn eftir dó Lisa og Harry og Will ákveða að ættleiða barn. Það var lítil stelpa sem þeir skírðu Claudia. Claudia átti flott herbergi og pabbarnir hennar hugsuðu mjög vel um hana, kenndu henni að labba og tala.

———-FRAMHALD———-

… Fljótlega varð Claudia orðin krakki en henni gekk ekkert mjög vel í skólanum. Hún var komin með F í einkunn og staflinn af heimanáminu lá á gólfinu í herberginu hennar. Harry og Will voru ekki ánægðir með það og Harry hjálpaði henni með allt þetta heimanám. Fyrr en varir var allt heimanámið búið og Feðginin ákveða að gera eitthvað skemmtilegt af því að Claudia var búin að vera svo dugleg að læra. Svo að þau skelltu sér í Macey’s (verslunarmiðstöð) og versluðu fullt af flottum fötum og svona. Allt gekk eins og í sögu og Will varð orðinn gamall daginn eftir að Claudia varð orðin unglingur. Hún var ekki lengi að redda sér kærasta en eftir að hann kom til sögunnar fór heimanámið að slakna aftur og hún var farin að skrópa mjög mikið í skólann. Svo var Harry líka orðinn gamall og þau héldu frábæru afmælisveislu sem að geggjað margir komu í. Claudiu batnaði ekkert í skólanum þar til hún varð fullorðin. Hún kynntist manni sem hét Patrick. Þau fluttu í stórt hús saman og eignuðust tvíbura. En þegar þau voru orðin toddler kom gífurlegur eldur og annað barnið (Austin) dó ásamt faðir sínum. Claudia var orðin einstæð móðir. Eftir nokkra daga kynntist hún fínum manni sem hét Rick. Þau voru með bleikt hjarta og hún bað hann um að flytja inn, hann sagði já. Rick og Karen (stelpa Claudiu) urðu bestu vinir. Karen varð krakki og Claudia og Rick giftu sig.

Framhald seinna …